07.feb 19:00 - 20:00

Ljóðastund með Arnari Jónssyni í Hljóðbókasafninu

Menning í Kópavogi

Hljóðbókarsafnið

Arnar Jónsson leikari og ljóðaunnandi býður upp á lifandi ljóðastund á Hljóðbókasafni Íslands á Safnanótt. Þar flytur hann ljóð úr ólíkum áttum, íslensk og útlend, þekkt og utan alfaraleiðar, glaðleg ljóð, harmþrungin, kraftmikil og kyrrlát; ólík að eðli og inntaki en eiga það sammerkt að hafa snert við honum og verið honum hugleikin.

Arnar hefur um langa hríð verið einn ástsælasti leikari landsins og hlaut Heiðursverðlaun Grímunnar árið 2023. Hann sendi nýverið frá sér tvöfalda vínilplötu þar sem hann flytur ljóð frá ýmsum tímum enda hefur hann að eigin sögn verið forfallinn ljóðaunnandi frá unga aldri.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er liður í dagskrá Safnanætur í Kópavogi 2025 sem styrkt er af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Hljóðbókasafn Íslands verður með opið hús til klukkan 21 á Safnanótt. Safnið er við Digranesveg 5, í námunda við y gallerý (gömlu bensínstöðina) við Hamraborg.

Um Arnar:

Arnar er einn ástsælasti leikari landsins. Hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1964 og fékk fljótlega fastráðningu hjá Iðnó þar sem hann starfaði í fjögur ár. Ásamt öðru ungu leikhúsfólki stofnaði hann árið 1968 Leiksmiðjuna og árið 1975 átti hann þátt í að setja á fót Alþýðuleikhúsið. Hann hefur leikið í Þjóðleikhúsinu í rúma fjóra áratugi og leikið þar ótal burðarhlutverk. Hann hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum sem og í útvarpi og sjónvarpi.

Hann hefur hlotið nokkrar Grímutilnefningar og hreppti verðlaunin fyrir túlkun sína á Lé konungi. Hann var sæmdur Heiðursverðlaunum Grímunnar árið 2023.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

25
ágú
Bókasafn Kópavogs
26
ágú
Bókasafn Kópavogs
26
ágú
Salurinn
26
ágú
28
ágú
Salurinn
27
ágú
Bókasafn Kópavogs
29
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi
29
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Menning í Kópavogi

29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi

Sjá meira