Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs er haldin í tengslum við Ljóðstaf Jóns úr Vör, árlegrar ljóðasamkeppni Menningar- og mannlífsnefndar Kópavogs. Markmiðið með keppninni er að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð og er gurnnskólunum sérstaklega boðið að taka þátt á hverju ári.
Dómnefnd skipuð fagfólki á sviði bókmennta fer yfir innsend ljóð beggja flokka. Verðlaun voru veitt í keppninni í fyrsta sinn árið 2012 og er keppnin því búin að festa sig í sessi.
Ljóðstafurinn er afhentur við hátíðlega athöfn þann 21. janúar ár hvert og hanga ljóð keppninnar í ár til sýnis í barnadeild Bókasafns Kópavogs í tilefni af dögum ljóðsins.
Öll ljóð sem hlutu viðurkenningu í keppninni eru merkt með stjörnu.











