Ungabörnum og foreldrum þeirra er boðið í skapandi samverustund á Gerðarsafni. Listaverk og umhverfið verður skoðað með skynjunarkubbum sem birta liti, form og ljós.
Boðið er upp á foreldramorgna annan hvorn fimmtudag kl. 10 í Menningarhúsunum í Kópavogi.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.