25.júl 17:30

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

Gerðarsafn

Fimmtudagurinn 25.júlí frá 17.30 - 19.30

Á lokahátíð Skapandi sumarstarfa munu sjö verk verða sýnd á Gerðarsafni. Verkin munu nýta hljómburð safnsins til þess að skapa einstaka stemmingu og mun dagskráin taka um tvo klukkutíma. Frá 17:30 til 19:30 gefst gestum færi á að ferðast um safnið og fylgjast með verkunum bæði á neðri og efri hæð. 
17:30 – Tilraunakennda brúðuleikhúsið
Andrés Þór Þorvarðarson og Rakel Andrésdóttir eru brúðugerðarfólk en núna verða brúðurnar stjórnendurnir og láta skapara sína flytja tónlist.
17:45 – Frá rótum til fóta
eftir Agnesi Ársælsdóttur er popp ópera um aðgerðarsinnaðar hunangsflugur, konu með umhverfiskvíða og paradísartré í tilvistarkreppu.
18:05 – Örbrot/Óvissulögmálið
er samvinnuverkefni Evu Línar Vilhjálmsdóttur, Eyju Orradóttur og Rögnvaldar Konráðs Helgasonar þar sem texti, mynd og tónverk koma saman. Verkið er samið fyrir þrjá flytjendur, söng og slagverk.
18:15 – Drottningin af SaBa
samanstendur af Salóme Katrínu Magnúsdóttur og Baldvini Snæ Hlynssyni. Þau munu flytja nokkur frumsamin lög með strengjakvartett.
18:30 – Ómverund
eftir Þorstein Eyfjörð er hljóðgjörningur í sýningarsal Gerðarsafns eftir þar sem óhefðbundin eða heimsmíðuð hljóðfæri verða í forgrunni og áhersla lögð á efniskennd og mynstur í hljóðvist rýmisins.
18:45 – K.óla
er listamanna nafn Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hún mun spila nokkur lög af nýútkominni plötu með vinum.
19:00 – VERA
er samstarfsverkefni Bjarteyjar Elínar Hauksdóttur og Margrétar Rúnar Styrmisdóttur. Ekki er allt sem sýnist á tískusýningu VERU. Fylgist með þegar að tónlistin tekur völdin hjá módelunum á tískusýningunni.
19:30 – Dagskrá lýkur
20:00 – Safnið lokar

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

17
apr
Gerðarsafn
22
apr
Bókasafn Kópavogs
22
apr
30
ágú
Bókasafn Kópavogs
22
apr
Salurinn
23
apr
Bókasafn Kópavogs
23
apr
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

23
apr
Salurinn
20:00

Fever!

24
apr
Menning í Kópavogi
03
maí
04
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

17
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira