Lokahóf SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR
27.febrúar 16:00-18:00
Í tilefni síðustu sýningarhelgar SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR býður Gerðarsafn gestum að fagna með okkur laugardaginn 27. febrúar milli 16 og 18.
Sýningar Ólafar Helgu Helgadóttur og Magnúsar Helgasonar, Hrist ryk á steini og Shit hvað allt er gott verða opnar auk þess sem tónlistarkonan Asalaus verður með tónleika. Ókeypis inn og öll velkomin!
————-
Um Asalaus:
Asalaus er sólóverkefni Ásu Ólafsdóttur sem hófst sumarið 2020 sem verkefni í Listhópum Hins Hússins og samdi Ása þá tónlist og flutti víðsvegar um miðbæ Reykjavíkur. Í lok sumars gaf hún svo út plötuna Asaleysing sem samanstendur af tónleikaupptökum sem gerðar voru á meðan verkefninu stóð. Platan var tilnefnd til Kraumsverðlauna það ár.
Tónlist Asalaus er tilraunakennd og nokkuð mínímalísk, en Ása er jafnframt gítarleikari og lagahöfundur í hljómsveitinni Ateria, sem sigraði Músíktilraunir 2018.