Kynning í formi fyrirlestra og umræðna um þema sýningarinnar, andleg málefni í listum, í tengslum við verk Gerðar Helgadóttur, Hilma af Klint og Rudolf Steiner. Enn fremur verður farið í leiðangur um þemað í samhengi við samtímalist og listsköpun. Viðmælendur: Jón B.K. Ransu (IS), Silvana Gabrielli (IT/CH), og Johannes Nilo (SE/CH),Walter Kugler (CH) og Dawn Nilo (CA/US/CH).