02.feb 21:00 - 21:30

Margrét Eir á Safnanótt

Bókasafn Kópavogs

Notalegir tónleikar með hinni frábæru söngkonu Margréti Eir. Ljúfar útsetningar á kunnum popplögum úr öllum áttum, nýjum og gömlum. Börkur Hrafn Birgisson kemur fram með Margréti á gítar. Tónleikarnir eru um það bil hálftíma langir og fara fram á annarri hæð safnsins. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

_____________________

Margrét hefur starfað sem tónlistarkona og leikkona í yfir þrjátíu ár. Hún sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna árið 1991 og eftir það fór boltinn að rúlla. 

Margrét Eir gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2000 sem fékk nafnið MEir en hún var gerð í samvinnu við Kristján Eldjárn gítarleikara. Tvær aðrar poppplötur komu beint á eftir; Andartak árið 2003 og Í næturhúmi árið 2004. Árið 2005 kom svo út MoR Duran – dúettaplata með Róberti Þórhallssyni. Árið 2002 varð Margrét ein af Frostrósum og kom fram á tónleikum Frostrósa næstu tólf árin.

2007 kynntist Margrét Eir manninum sínum Jökli og stofnuðu þau hljómsveitina Thin Jim and the Castaways. Þau hafa gefið út þrjár plötur: This is me árið 2012, If I needed you 2014 og sú nýjasta Days of Roses kom út árið 2022. Lagið Confession fékk tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022.

Tónlistarferill Margrétar inniheldur óteljandi framkomur á tónleikum, upptökur og sjónvarpsframkomu. Þá er helst að nefna War of the Worlds, afmælistónleikar Gunnars Þórðarsonar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Rigg tónleikar og leikhússýningar svo sem Vesalingana í Þjóðleikhúsinu, Mary Poppins í Borgarleikhúsinu og núna síðast Chicago hjá Leikfélagi Akureyrar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
13
mar
Bókasafn Kópavogs
13
mar
Gerðarsafn
14
mar
Salurinn
14
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

15
mar
Salurinn
15
mar
Salurinn
15
mar
Bókasafn Kópavogs
16
mar
Salurinn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

13
mar
Bókasafn Kópavogs
14
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

15
mar
Bókasafn Kópavogs
17
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

17
mar
Bókasafn Kópavogs
17
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
12:00

Qigong

18
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
17:00

Macramé

Sjá meira