02.feb 21:00 - 21:30

Margrét Eir á Safnanótt

Bókasafn Kópavogs

Notalegir tónleikar með hinni frábæru söngkonu Margréti Eir. Ljúfar útsetningar á kunnum popplögum úr öllum áttum, nýjum og gömlum. Börkur Hrafn Birgisson kemur fram með Margréti á gítar. Tónleikarnir eru um það bil hálftíma langir og fara fram á annarri hæð safnsins. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

_____________________

Margrét hefur starfað sem tónlistarkona og leikkona í yfir þrjátíu ár. Hún sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna árið 1991 og eftir það fór boltinn að rúlla. 

Margrét Eir gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2000 sem fékk nafnið MEir en hún var gerð í samvinnu við Kristján Eldjárn gítarleikara. Tvær aðrar poppplötur komu beint á eftir; Andartak árið 2003 og Í næturhúmi árið 2004. Árið 2005 kom svo út MoR Duran – dúettaplata með Róberti Þórhallssyni. Árið 2002 varð Margrét ein af Frostrósum og kom fram á tónleikum Frostrósa næstu tólf árin.

2007 kynntist Margrét Eir manninum sínum Jökli og stofnuðu þau hljómsveitina Thin Jim and the Castaways. Þau hafa gefið út þrjár plötur: This is me árið 2012, If I needed you 2014 og sú nýjasta Days of Roses kom út árið 2022. Lagið Confession fékk tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022.

Tónlistarferill Margrétar inniheldur óteljandi framkomur á tónleikum, upptökur og sjónvarpsframkomu. Þá er helst að nefna War of the Worlds, afmælistónleikar Gunnars Þórðarsonar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Rigg tónleikar og leikhússýningar svo sem Vesalingana í Þjóðleikhúsinu, Mary Poppins í Borgarleikhúsinu og núna síðast Chicago hjá Leikfélagi Akureyrar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

11
feb
Bókasafn Kópavogs
12
feb
Bókasafn Kópavogs
12
feb
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

12
feb
Bókasafn Kópavogs
12
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13
feb
Bókasafn Kópavogs
14
feb
Bókasafn Kópavogs
15
feb
Bókasafn Kópavogs
15
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

11
feb
Bókasafn Kópavogs
12
feb
Bókasafn Kópavogs
12
feb
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

12
feb
Bókasafn Kópavogs
13
feb
Bókasafn Kópavogs
14
feb
Bókasafn Kópavogs
15
feb
Bókasafn Kópavogs
17
feb
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

17
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira