12.sep 12:15

Menning á miðvikudögum | Hádegisleiðsögn

Gerðarsafn

Klara Þórhallsdóttir leiðir gesti í gegnum sýninguna SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR.

Klara Þórhallsdóttir verkefnastjóri sýninga leiðir gesti í gegnum sýninguna SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR. Með sýningunni er gerð tilraun til að skoða skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Sýningarröðin, sem fer nú fram í þriðja sinn, er ætlað að heiðra Gerði og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar um leið og dregnar eru saman tengingar við hreyfingar í samtímaskúlptúr. Þátttakendur í sýningarröðinni í ár voru valdir úr 100 manna hópi listamanna. Þau eru Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir og Styrmir Örn Guðmundsson sem sýna verk sín, samhliða verkum Gerðar Helgadóttur.
Menning á miðvikudögum er á dagskrá í hádeginu í hverri viku og fer ýmist fram í Gerðarsafni, Salnum, Náttúrufræðistofu eða Bókasafni Kópavogs.
Dagskrá Menningar á miðvikudögum er öllum opin og er aðgangur ókeypis.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Gerðarsafn

11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira