22.sep 12:15 - 12:45

Menning á miðvikudögum | Jöklabreytingar á Íslandi: Fortíð, nútíð og framtíð

Gerðarsafn

Oddur Sigurðsson heldur erindi um bráðnun jökla.

Oddur Sigurðsson jarðfræðingur og sérfræðingur á sviði jöklafræði fjallar um bráðnun jökla og loftslagsbreytingar innan viðburðaraðarinnar Menning á miðvikudögum. Erindið fer fram í Náttúrufræðistofu Kópavogs en að því loknu verður gestum boðið að fá leiðsögn um valin verk á sýningunni Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum í Gerðarsafni.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að jöklar á Íslandi, sem og annars staðar í heiminum, hafa farið mjög rýrnandi undanfarna áratugi. Með nákvæmri kortlagningu jökla að undanförnu hefur tölum verið komið á hve hratt jöklarnir hopa og jafnvel unnt að tímasetja hvenær Ísland verður orðið svo gott sem íslaust land. Í erindinu verður kynnt í myndum, kortum og línuritum saga jöklabreytinga og hvers er að vænta á næstu öldum. Þar kemur m.a. Jöklarannsóknafélag Íslands við sögu með sína sjálfboðaliða sem hafa tekið jökla landsins í fóstur.
Erindið er flutt í tengslum við sýninguna Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum sem er yfirlitssýning á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson. Bryndís og Mark staðsetja list sína sem rannsóknar- og samfélagslist og nota gjarnan samspil manna og dýra í verkefnum sínum til að skoða málefni er varða sögu, menningu og umhverfið. Með listrannsóknum sínum kveikja þau hugleiðingar og samtal um hvernig heimurinn er að breytast og hlutverk okkar mannfólksins í þeim breytingum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

22
apr
Bókasafn Kópavogs
22
apr
30
ágú
Bókasafn Kópavogs
22
apr
Salurinn
23
apr
Bókasafn Kópavogs
23
apr
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

23
apr
Salurinn
20:00

Fever!

24
apr
Bókasafn Kópavogs
24
apr
Bókasafn Kópavogs
03
maí
04
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira