06.mar 2019 12:15

Menning á miðvikudögum | Leiðsögn

Gerðarsafn

Leiðsögn um sýningu Ó, hve hljótt

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna: Ó, hve hljótt. Tónlist eins og við sjáum hana: myndlist og kvikmyndir næstkomandi miðvikudag, 6. mars kl. 12:15. 
Sýningin samanstendur af völdum kvikmyndum, hljóð- og vídeóverkum eftir bæði íslenska og alþjóðlega samtímalistamenn. Leiðarljós sýningarinnar er að veita innsýn í samruna tónlistar og kvikmynda í listsköpun samtímans. Þó að verkin kunni að vera af ólíkum toga, í stíl eða efnistökum, eiga þau það sammerkt að bera með sér yfirvegaða kyrrð og djúpstæða friðsæld, líkt og sýningartitillinn gefur til kynna.
Leiðsögnin er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
 
 
 

Mynd: Romain Kronenberg,
Eigra um og hverfa / To Walk Then Disappear (Marcher puis disparaître),
2013, CNAP.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

12
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Gerðarsafn
16
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

17
jan
Gerðarsafn
19
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

14
jan
Gerðarsafn
17
jan
Gerðarsafn
24
jan
Gerðarsafn
04
feb
02
maí
Gerðarsafn

Sjá meira