06.nóv 2019 12:15

Mismunandi sjónarhorn I Menning á miðvikudögum

Gerðarsafn

Könnun á sýningunni Fullt af litlu fólki .

Jasper Bock, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki leiðir gesti um sýninguna, sem stendur nú yfir á Gerðarsafni. Í samtali mun hann hvetja gesti til að fanga mismunandi sjónarhorn sem örvar skynjun gesta og hefur áhrif á upplifun af sýningunni.

 

Jasper Bock starfar sem leiðbeinandi á sviði lista og menninga. Í starfi sínu leggur hann áherslu á gangverk miðlunar og að virkja umgjörð fyrir samtímaleg og jöfn samskipti í myndlist og menningarframleiðslu. Frá árinu 2011 hefur hann verið hluti af og tekið þátt í hinum ýmsu sýningarverkefnum, listviðburðum, málþingum og samkomum um listir, menningu og skapandi samskipti.

 

Erindið er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.

 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
01
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
02
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

05
des
Gerðarsafn
10
des
Gerðarsafn
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira