09.nóv 10:00

Myndlist & innsæi I Ókeypis námskeið

Gerðarsafn

Andlegt sjónarhorn á lífið og samfélagið.

Ókeypis námskeið með Edward de Boer og Ruth Bellinkx þar sem hvatinn að baki andlegra verka Rudolf Steiners, Hilmu Af Klint og Joseph Beuys verður skoðaður í gegnum æfingar, tilraunir, fræðslu og samtöl. Hver listamaður er með einstaka nálgun og sjónarhorn á andlega þætti tilverunnar, hvernig þeir tengjast og hafa áhrif á veraldlega – og félagslega þætti hennar. Á seinni hluta námskeiðsins verða sjónarhorn og sýn á mannkynið og samfélagið skoðuð út frá kenningum Klint, Steiner og Beuys með spurningum á borð við: ,,Hvernig getur myndlist verið verkfæri til að skapa opin samfélög framtíðarinnar?‘‘
Viðburðurinn stendur frá kl. 10:00 – 17:00 og skráning fer fram á gerdarsafn@kopavogur.is

Ruth Bellinkx lærði listasögu í Gent og Amsterdam. Hún hóf feril sinn sem stjórnandi í alþjóðlegu listagalleríi í Amsterdam. Eftir mörg ár í starfi gerðist hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi fyrir einstaklinga og pör. Nú um stundir starfar Ruth sem kennari fyrir ráðgjafa og þerapista. Hún tengir saman vinnu sína við nútímalist og ráðgjöf. Hún telur að list (sér í lagi nútímalist) opni ný skynjunarsvið og tengingar.
Edward de Boer er stjórnunarráðgjafi, þjálfari og rithöfundur. Hann er með BA-gráðu í hollenskri tungu og bókmenntum frá Hogeschool van Amsterdam og lauk fornámi í guðfræði og heimspeki við þýskan einkaskóla. Sem þjálfari, fyrirlesari og ráðgjafi hefur hann starfað í Benelux-löndunum, Þýskalandi, Englandi, Sviss og Ítalíu. Hann hefur líka unnið sem verkefnastjóri í Króatíu, Georgíu, Rúmeníu og Slóveníu. Hann hefur hlýjan húmor og smitandi áhuga á viðfangsefnum sínum og er árangursmiðaður í starfi.

Mynd: Leifur Wilberg. Dansarinn Martje Brandsma flytur gjörning á opnun sýningarinnar Fullt af litlu fólki á Gerðarsafni, 2019.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

29
nóv
30
nóv
Salurinn
20:00

Jazzkonur kynna, Jólajazz!

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira