18.des 17:00 - 17:30

Nátttröllið Yrsa – einmana á jólanótt

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn

Leikhópurinn Óhemjur kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs á aðventunni með jólasýninguna „Nátttröllið Yrsa – einmana á jólanótt“.

Nátttröllið Yrsa sér fram á einmanalega jólahátíð þar sem foreldrar hennar og systkini eru öll orðin að steini. Hún tekur á það ráð að fanga lítinn skógarþröst og læsa hann inni í helli sínum svo hún hafi félagsskap yfir jólin. Skógarþrösturinn er á öðru máli og hjálpar henni að sjá hlutina í nýju ljósi. Þetta er hjartnæm saga um einmana tröll sem þarf að læra að setja sig í spor annarra og hver veit, kannski eignast hún vin í leiðinni?

Sagan af Yrsu hefur ríkan boðskap sem á sannarlega erindi við börnin okkar. Fullkomin aðventusaga; einlæg, falleg og sorgleg á stundum en húmorinn og sprellið eru aldrei langt undan! Sýningin er 25 mínútur að lengd og stútfull af söng, leik og dansi.

Um leikarana:

Helgi Grímur Hermannsson er með BA gráðu af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og mastersgráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er leiklistarkennari í Laugalækjarskóla og hefur komið að uppsetningu fjölda leikrita (barnaóperu í Hörpu, útvarpsleikrit hjá Storytel, frumsamin leikrit fyrir unglingastig o.s.frv.) ásamt fjöldanum öllum af listnámskeiðum fyrir börn og ungmenni.

Ellen Margrét Bæhrenz er leikkona og dansari með BA í leiklist frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur mikla reynslu af barnasýningum; Þ.á.m. lék hún og dansaði í Mary poppins í Borgarleikhúsinu, Latabæ í Þjóðleikhúsinu, Óð og Flexu með Íslenska Dansflokknum og var brúðuleikari í Brúðubílnum. Hún hefur reynslu af því að skapa og ferðast með barnaverk milli leikskóla ásamt því að hún hefur kennt í áfanganum Barnaverk við leikarabraut LHÍ.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
jan
Salurinn
27
jan
01
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
24
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
jan
01
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira