13.jan 15:00

Ó, hve hljótt | Sýningarstjóraspjall

Gerðarsafn

Sýningarstjóraspjall sunnudaginn 13. janúar kl. 15

Sunnudaginn 13. janúar kl. 15 fer fram sýningarstjóraspjall í Gerðarsafni í tilefni sýningarinnar Ó, hve hljótt. Sýningarstjórar sýningarinnar eru þau Pascale Cassagnau, CNAP, París og Gústav Geir Bollason, Verksmiðjunni á Hjalteyri. 
Þetta úrval kvikmynda úr safni CNAP (Centre national des arts plastiques) eftir Doug Aitken, Charles de Meaux, Dominique Gonzalez Foerster, Pierre Huyghe, Ange Leccia, Romain Kronenberg, Lorna Simpson ber vitni mikillar fjölbreytni í gerð kvikmynda í Frakklandi. Kallast verkin á við grósku og frumleika íslenskrar listsköpunar á þessu sviði með verkum Steinu, Doddu Maggýjar, Sigurðar Guðjónssonar.
Pascale Cassagnau er listfræðingur, listgagnrýnandi og doktor í listasögu. Hún sér um deild nýmiðla og vídeóverka í safneign CNAP – miðstöð myndlistar í París sem heyrir undir Menningarmálaráðuneyti Frakka. Hún hefur skrifað reglulega fyrir listtímaritin Art Press Magazine (París) og L’Art Même (Brusssels)  og ritað texta um listamenn á borð við Chris Burden, James Coleman, John Baldessari, Pierre Huyghe, Dominique Gonzalez-Foerster, Matthieu Laurette og fleiri. Cassagnau hefur sérhæft sig í tengslum milli nýrrar kvikmyndagerðar og samtímalistar, og hefur hún gefið út fjölda greina sem taka á sambandi myndlistar, kvikmyndagerðar, bókmennta og hljóðverka.
Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og sýningastjóri, útskrifaðist frá MHÍ 1989, var gestanemi við Magyar Képzőművészeti Egyetem í Búdapest veturinn 1989-90 og útskrifaðist með Diplôme National Supérieur d’Expression Plastique frá École Nationale Supérieure d’Arts de Paris Cergy 1995. Hann starfar við myndlist (teikningar, kvikmyndir og rýmisverk), verkefna- og sýningarstjórnun og kennslu auk þess að vera einn stofnenda og umsjónarmaður Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Verksmiðjan er sýningarstaður fyrir samtímalist sem að var opnaður árið 2008 þegar að hópur listafólks á Norðurlandi stofnaði með sér félag til þess að gangsetja aftur en með öðrum hætti, síldarverksmiðjuna á Hjalteyri við Eyjafjörð. Verksmiðjan hlaut Eyrarrósina árið 2016.  

Sýningin var upphaflega sett upp í Verksmiðjunni á Hjalteyri (28.07. – 09.09.2018) í samstarfi Berg Contemporary, Reykjavík og CNAP, París.
Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira