07.feb 2025 18:00 ~ 08.feb 2025 00:00

Ó-ljós | Ljóslistaverk fyrir Kópavogskirkju | Safnanótt

Menning í Kópavogi

Kópavogskirkja

Ó-ljós er nýtt verk eftir Styrmi Örn Guðmundsson sem sýnt verður á Safnanótt í Kópavogi 2025.

Í verkinu gerir listamaðurinn tilraunir með teikningu og fleiri miðla svo til verða hreyfanleg vídeómálverk. Gömul og ný tákn gegna hlutverki og huglægar skírskotanir í trú, trúleysi og manngildi koma við sögu.

Verkinu verður varpað á Kópavogskirkju föstudaginn 7. febrúar og laugardaginn 8. febrúar frá 18 – 24, bæði kvöldin.

Styrmir Örn Guðmundsson (f. 1984) er sögumaður, dansari, söngvari og myndskreytari. Hann hrífst af hinu fjarstæðukennda, en með því er frekar átt við milda og kærleiksríka afstöðu en þráhyggju fyrir hinu fáránlega. Hann ber umhyggju fyrir hinu fjarstæðukennda. Hann aðstoðar það við að þróast. Hann gefur því pláss meðfram öllu öðru, þar sem það getur tekið form hins óþolandi nágranna eða þíns besta vinar.

Um árabil hefur Kópavogsbær kallað eftir nýju ljóslistaverki sem varpað er á Kópavogskirkju á Safnanótt en kirkjan er helsta kennileiti bæjarins og sést víða að. Á meðal listamanna sem unnið hafa verk fyrir Kópavogskirkju á Safnanótt eru Dodda Maggý, Eygló Harðardóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Þóranna Björnsdóttir.

Viðburðamynd: Stilla úr vídeói í vinnslu eftir Styrmi Örn Guðmundsson.

Viðburðurinn er liður í dagskrá Safnanætur í Kópavogi sem styrkt er af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
07
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
09
nóv
Gerðarsafn
10
nóv
Bókasafn Kópavogs
11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

12
nóv
25
jan
Gerðarsafn

Sjá meira