Verið velkomin á sýningaropnun! Skýjaborg verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn 6. mars kl. 17.
Skýjaborg er sýning á verkum fjögurra samtímalistamanna sem sprettur úr sameiginlegum grunni: Kópavogi. Saga staðarins markast af stórhuga áætlunum og kristallar hraða uppbyggingu borgarrýma. Þetta er staður sem þróast úr sveit í borg á slíkum hraða að háhýsi eru byggð á sama tíma og sauðfjárbúskapur nær hámarki sínu. Þar sem ákveðið er að reisa 1200 fermetra listasafn þegar aðeins kvartkílómetri hefur verið malbikaður í kaupstaðnum. Hugmyndir um háborg þar sem allt sé mögulegt í útjaðri höfuðstaðar.
Listamenn:
Berglind Jóna Hlynsdóttir | Bjarki Bragason | Eirún Sigurðarsdóttir | Unnar Örn Auðarson
Sýningarstjórar:
Brynja Sveinsdóttir & Klara Þórhallsdóttir
Mynd: Unnar Örn Auðarson, Staðfræði gleymsku [brot], 2021