Vetrarfrí í Kópavogi

Njótum vetrarfrísins saman
Samtal | Ívar Brynjólfsson og Jón Proppé

Verið hjartanlega velkomin á samtal og leiðsögn Ívars Brynjólfssonar og Jóns Proppé listheimspekings um verk Ívars sunnudaginn 18. febrúar kl. 14:00 í Gerðarsafni. Á sýningunni Venjulegar myndir eru ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Kristínar Sigurðardóttur, Lukasar Kindermann, Ragnheiðar Gestsdóttur og Tine Bek; myndlist sem sprettur úr túlkun mannverunnar á umhverfi sínu. Listamennirnir eiga […]
Eldfjallasmiðja í vetrarfríi

Hulda Margrét og Sævar Helgi á Náttúrufræðistofu Kópavogs taka á móti börnum í vetrarfríi í skemmtilegri eldfjallasmiðju. Að lokinni fjörugri fræðslustund um eldfjöll í fortíð og nútíð verður hægt að búa til sitt eigið eldfjall í eldfjallasmiðju. Allur efniviður verður á staðnum og öll velkomin á meðan sætarúm leyfir. Smiðjan fer fram í Gerðarsafni, í […]
Kórónusmiðja í vetrarfríinu

Dúskar, fjaðrir, slaufur og strá. Búum saman til skemmtilegar kórónur úr litríkum og skemmtilegum efnivið í vetrarfríinu. Allur efniviður á staðnum og aðgangur er ókeypis. Þorgerður Þórhallsdóttir og Örn Alexander Ámundason sjá um smiðjuna. Hlökkum til að sjá ykkur!
Náttúrubingó í Vetrarfríi

Hvað er hægt að skoða þegar náttúran sefur?
Holl fæða | Foreldramorgunn

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, heilsufyrirlesari og rithöfundur, fræðir foreldra um holla og næringaríka fæðu fyrir yngstu börnin. Foreldramorgunninn fer fram í fordyri Salarins, tónlistarhúss. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
Lestur og þroski ungra barna| Foreldramorgunn

Ingibjörg Pálmadóttir lestrarfræðingur og kennsluráðgjafi grunnskóladeildar mun fjalla um lestur og áhrif lesturs á þroska barna. Hvenær á að byrja að lesa fyrir börn? Foreldramorgunninn fer fram í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í […]
Umhirða ávaxtatrjáa

Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, fjallar um umhirðu ávaxtatrjáa sem þrífast hérlendis. Fjallað verður um ræktun þeirra og klippingu. Viðburðurinn fer fram á 2. hæð aðalsafns. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Ræktun krydd- og matjurta | Lindasafn

Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, fjallar um sáningu og ræktun krydd- og matjurta. Sagt er frá mismunandi tegundum og afbrigðum og á hvaða árstíma er vænlegast að sá til hverrar tegundar. Þátttakendur fá fræðslu um hvaða ræktunaraðstæður og hvaða aðföng þarf til að ná góðum ræktunarárangri. Fjallað verður um ferlið frá sáningu að neyslu og […]
Vorverkin í garðinum

Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, fjallar um trjá- og runnaklippingar og vorverkin í garðinum Viðburðurinn fer fram í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Skiptimarkaður fyrir öskudagsbúninga

Gefðu gömlu búningunum framhaldslíf og taktu með þér annan í staðinn ef þú vilt! Það má bæði skilja eftir og/eða taka búning, án allra kvaða. Ýtum undir hringrásarhagkerfið! Skiptimarkaðurinn er staðsettur við sjálfsafgreiðsluvélar á 2. hæð aðalsafns og stendur frá 7.-14. febrúar.
Bókamerkja-origamismiðja | Vetrarfrí

Komdu og föndraðu origami-bókamerki með Guðrúnu Helgu Halldórsdóttur. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Allir viðburðir aðalsafns í vetrarfríi verða í Huldustofu á 3. hæð. Vetrarfrí í grunnskólum Kópavogs 19. febrúar 11:00 | Bíósýning: Múlan13:00 | Bókamerkja-origamismiðja 20. febrúar 11:00 | Bíósýning: Herkúles13:00 | Korta- og merkimiðasmiðja