Þróun lífs

Viðfangsefni þessa Vísindaskóla er þróun!Þróun lífvera hefur átt sér stað frá upphafi lífs á Jörðinni og við erum því líklega öll komin af sömu frumunni, jafnvel þeirri fyrstu. Við munum fjalla um náttúruval og hvað átt er við þegar talað er um að „hinir hæfustu lifi af“. Að lokum förum við í skemmtilegt spil sem […]
BásúnuMANÍA | Verk fyrir Píanó og Básúnu

Jón Arnar Einarsson básúnuleikari og Ólína Ákadóttir píanóleikari flytja saman verk fyrir píanó og básúnu. Þetta eru aðrir tónleikarnir í seríunni BásúnuMANÍA, sem hófust í september 2025. Efnisskrá Sigismond Stojowski – Fantasie Ørjan Matre – „…since I say it now „ Jórunn Viðar – Hugleiðingar um fimm gamlar stemmur Giovanni Battista Pergolesi – Sinfonia Frank […]
Hvað er flokkun?

,,Hvað er“ er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Viðfangsefni þessa hádegiserindis er flokkun. Við munum við skoða hvernig er hægt að draga úr magni rusls sem við framleiðum, til hvers við erum að flokka […]
Sýningaropnun | Skúlptúr/skúlptúr/performans

Sýningin Skúlptúr/skúlptúr/performans verður opnuð við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 12. nóvember kl. 18:00 í Gerðarsafni og öll eru velkomin að vera viðstödd. Sýningin hvílir á skilum – í titrandi rýmum á milli einnar tilveru og annarrar. Líf okkar er uppfullt af endalausum tilfærslum og breytingum – þöglum eða skyndilegum, lúmskum eða yfirgnæfandi. Augnablikið áður en augnaráð […]
Plánetusmiðja
Plánetusmiðja | Fjölskyldustundir á laugardögum Agata og Styrmir bjóða þér á listasmiðju þar sem við búum til reikistjörnur og önnur himintungl. Til að fá innblástur skulum við fyrst skoða okkar eigið sólkerfi og síðan líta út fyrir það – til fjarreikistjarna, tungla annarra reikistjarna, stjarna í öðrum vetrarbrautum og svarthola. Agata og Styrmir eru listamenn […]
Aðventuhátíð Kópavogs

Verið hjartanlega velkomin á aðventuhátíð Kópavogsbæjar laugardaginn 29. nóvember. Dagskrá verður á útisvæði og í menningarhúsum frá kl. 15-17. Dagskrá á útisviði hefst kl. 16:30 sem endar á því að Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar. Salka Sól verður kynnir á útisvæði. Jólatufti frá Pilkington Props verður á vappi utandyra ásamt jólasveinum. Karlakór […]
Þrefalt útgáfuboð: Paradísareyjan, Rugluskógur og Skólinn í Skrímslabæ

Höfundarnir Bergrún Íris, Elísabet Thoroddsen, Embla Bachmann og Tindur Lilja halda útgáfuhóf næstkomandi laugardag klukkan 12 á Bókasafni Kópavogs. Þar verður upplestur á nýútkomnum bókum:Paradísareyjan eftir Emblu Bachmann og myndir eftir Bergrúnu ÍrisiRugluskógur eftir Elísabetu Thoroddsen og myndir eftir Bergrúnu ÍrisiSkólinn í Skrímslabæ eftir Bergrúnu Írisi og myndir eftir Tind Lilju Einnig verður boðið upp […]
Krílafjör tónlistartími | Foreldramorgunn

Chrissie Telma Guðmundsdóttir mun bjóða upp á Krílafjör tónlistartíma í barnadeild Bókasafns Kópavogs í samstarfi við Tónlistarskóla Kópavogs en þeir henta fyrir börn á aldrinum 4 til 16 mánaða og foreldra þeirra. Við munum syngja og spila ásamt því að efla taktskyn, málþroska og tóneyra. Chrissie hefur mikla reynslu af tónlistarkennslu ungra barna og er […]
Draugasögustund fyrir börn

Í tilefni af Hrekkjavökunni ætlum við að vera með skemmtilega draugasögustund fyrir krakka á Bókasafni Kópavogs. Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Eyrún Ósk Jónsdóttir mun lesa draugasögur úr íslensku þjóðsögunum og vera með smá fræðslu um hvernig hægt er að sigrast á íslensku draugunum samkvæmt þjóðtrúnni. Vissir þú t.d. að prump getur […]
Palestínsk útsaumssmiðja

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum palestínsku útsaumshefðina tatreez. Leiðbeinandi er Oroob AbuShawareb. Palestínska útsaumshefðin tatreez er lifandi og frjó handverkshefð sem byggir á aldagömlum grunni og hefur verið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningaraf heimsins frá 2021. Hefðin einkennist af fjölbreyttum og litríkum mynstrum sem saumuð eru út á fatnað, […]
Bækurnar á náttborðinu | Lindasafn

Bækurnar á náttborðinu verður með breyttu sniði í vetur, því við ætlum nú að velja eina bók fyrir hvern klúbb og ræða hana. Á fyrsta fundi þann 19. nóvember tökum við fyrir bókina Gervigul eftir Rebecca F. Kuang. Þetta er mögnuð saga. Þetta er ekki sagan hennar. June Hayward á misheppnaðan feril að baki sem rithöfundur. Þegar […]
Skrímslaratleikur

Í tilefni af hrekkjavökunni verður skrímslaratleikur á bókasafninu. Ratleikurinn verður bæði á aðalsafni í Hamraborg 6a og Lindasafni í Núpalind 7. Kíktu við og finndu íslensku skrímslin sem falin eru á safninu, finndu leyniorðið og fáðu verðlaun. Taktu þátt ef þú þorir!