Opnun | Corpus

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Corpus miðvikudaginn 20. ágúst kl. 18:00 í Gerðarsafni. Á Corpus má finna verk eftir Arvidu Byström, Herttu Kiiski, Jeanette Ehlers, Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka, Salad Hilowle & Sunnevu Ásu Weisshappel, sem vinna innan efnisleika, vefnaðar, skúlptúrs og ljósmyndunar. Með ólíkum aðferðum rannsaka listamennirnir samband okkar við líkamann, mannlega […]
List og náttúra

List og náttúra er einföld smiðja þar sem leitast er við að skapa list úr náttúrulegum efnivið. Smiðjan verður í Náttúrufræðistofu Kópavogs og jafnvel utandyra ef veður leyfir. List og náttúra er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar. […]
Leslyndi | Sjón

Sigurjón Birgir Sigurðsson, einnig þekktur undir listamannsnafninu Sjón, verður gestur okkar í Leslyndi miðvikudaginn 1. október. Sjón fæddist 27. ágúst 1962 í Reykjavík og var einungis 16 ára þegar hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Sýnir (1978). Hann hefur síðan þá skrifað fjölda ljóðabóka og skáldsagna, skrifað leikrit, samið texta við lög og gefið út […]
Trönur fyrir frið

Origami fjölskyldusmiðja á Bókasafni Kópavogs. Tranan er tákn fyrir frið og hamingju í Japan. Að brjóta trönu er orðin táknræn athöfn fyrir óskina um frið en samkvæmt japanskri þjóðtrú getur tranan uppfyllt einlægar óskir. Hugmyndin um að brjóta 1000 trönur fyrir frið er sprottin úr sögunni um Sadako sem fékk hvítblæði þegar hún var 10 ára […]
Leiðsögn sýningarstjóra | Barbara

Verið velkomin á leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Barböru á verkum Barböru Árnason með sýningarstjórunum Brynju Sveinsdóttur og Hallgerði Hallgrímsdóttur miðvikudaginn 6. ágúst kl. 12:15. Barbara Árnason spratt upp úr einu myndlistarumhverfi og skaut rótum í öðru. Hún var fædd í Hampshire í Suður Englandi árið 1911 og ólst upp í samfélagi sem hafði mótast af […]
K.óla – í Salnum

K.óla (IS) er sólóverkefni Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hún hefur komið fram undir því nafni síðan 2017, bæði með hljómsveit og án. Hún hefur samið popplög og tónlist fyrir stuttmyndir og leikhús, saumað bækur, samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og gert teiknimynda myndbönd. Hún hefur einnig samið nútímalegri-klassísk verk, bæði fyrir klassísk hljóðfæri og aðra hluti […]
Sumarganga | Selfjall og Lækjarbotnar

Gunnar Gunnarsson leiðir göngu upp Selfjall og um Lækjarbotna. Vegalengd ca 4 km. Uppsöfnuð hækkun ca 160 m Gangan tekur rúman klukkutíma til einn og hálfan. Hittumst á bílastæði ofan við Waldorf skólann kl. 18. Göngum upp hrygginn upp á Selfjall, þaðan á Klifkistu og niður að rústum farfuglaheimilisins Heiðarbóls. Þaðan á vegslóða niður að […]
Morgunstund í myndlæsi

Morgunstund í myndlæsi Verið hjartanlega velkomin á Morgunstund í myndlæsi föstudaginn 20. júní kl. 10:00 í Gerðarsafni, þar sem við þar sem við tökum fram óvænt verk úr safneign Gerðarsafns og greinum það í sameiningu. Þorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða í Gerðarsafni, leiðir samræðurnar, sem gestir taka þátt í. Morgunstund í myndlæsi er ný […]
17. júní í Kópavogi

Haldið verður upp á 17. júní með glæsibrag í Kópavogi og er boðið upp á dagskrá á nokkrum stöðum í bænum. Skemmtidagskrá er bæði á Rútstúni og við Versali frá tvö til fjögur en leiktæki og hoppukastalar opna klukkan tólf. Einnig er dagskrá við Menningarhús bæjarins. Dagskrá 17. júní í Kópavogi 10.00: Kópavogsvöllur: 17.júní hlaup frjálsíþróttadeildar […]
Hennar hljómur

Fluttur verður hinn margrómaði og áhrifamikli ljóðaflokkur Frauenliebe und -leben eftir Robert Schumann við ljóð Adalbert von Chamisso, í sviðsetningu Snæfríðar Sólar Gunnarsdóttur. Verkið er eitt af þekktustu ljóðaflokkum Schumanns og er gjarnan flutt um heim allan. Með því að sviðsetja verkið, stígum við einu skrefi nær áheyrendum og bjóðum þeim þar með að upplifa […]
Skynjunarleikur | Foreldramorgunn

Bókasafn Kópavogs í samstarfi við Plánetu bjóða börnum og foreldrum að koma og fræðast um og upplifa heim skynjunarleiks! Börnin geta tekið þátt í örvandi og skemmtilegri virkni með alls kyns áferðum, lyktum og litríkum efnivið sem er sérvalinn til að kveikja forvitni og efla sköpun. Á meðan geta foreldrarnir sótt sér fróðleik um gagnsemi skynjunarleiks […]
Svefn ungra barna | Foreldramorgunn

Kristín Flygenring verður með fræðslu um svefn ungra barna. Hún mun fjalla um góðar svefnvenjur, daglúra, háttatíma, næturvaknanir og fleira sem bætir svefn ungra barna. Kristín Flygenring er sérfræðingur í barnahjúkrun og starfar á göngudeild barna með svefnvanda á Barnaspítala Hringsins. Hún heldur úti vefsíðunni Svefnráðgjöf.is ásamt instagram síðu með fræðslu um svefn fyrir foreldra. […]