Glimmerjól í Hjallakirkju

Glimmerjól, jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs, verða haldnir í Hjallakirkju í Kópavogi þann 3. desember næstkomandi klukkan 17.00. Í kórnum eru tæplega 50 konur sem syngja undir stjórn Margrétar Eirar. Sérstakur gestasöngvari tónleikanna í ár verður Bjarni Arason stórsöngvari sem mun syngja vel valin jólalög ásamt kórnum. Að venju verður einvalalið tónlistarfólks með okkur í för sem […]

Jólalundur í Guðmundarlundi

Verið hjartanlega velkomin í Jólalundinn í Guðmundarlundi þar sem fram fer dásamleg fjölskyldudagskrá, alla sunnudaga fram að jólum. Ekki missa af jólaballinu hennar Rófu, spurningakeppni Hurðaskellis, sveimandi ævintýraverum, blaðskellandi jólasveinum, rjúkandi heitu kakói, splunkunýjum ratleikjum og jólaföndri í dásamlegri náttúru. Dagskráin er endurtekin yfir daginn svo að allir ættu að komast að, hitta ævintýraverur og […]

Mozart við kertaljós í Kópavogskirkju

Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.             Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í þrjátíu og eitt ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, […]

Útgáfufögnuður | Heimur Gerðar Helgadóttur

Heimur Gerðar

Verið hjartanlega velkomin á útgáfufögnuð og listasmiðju fyrir glænýja barnabók um Gerði Helgadóttur sem ber titilinn Heimur Gerðar Helgadóttur, sunnudaginn 3. desember kl. 16:00 í Gerðarsafni. Í bókinni fáum við að kynnast ævi og ferli Gerðar á spennandi hátt og spreyta okkur á gerð eigin listaverka. Bókin er afrakstur samstarfs Gerðarsafns við Helgu Páleyju Friðjónsdóttur […]

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin laugardaginn 2. desember en við það tilefni verða ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin tendruð. Ævintýrapersónur úr Jólaskógi stíga á svið og jólasveinar bregða sér í bæinn en ljósin á trénu verða tendruð klukkan 16 þar sem fram kemur Kór Hörðuvallaskóla. Skólahljómsveit Kópavogs flytur jólatónlist frá 15:40. Frá klukkan 13 […]

Venjulegar myndir

Sýningin Venjulegar myndir birtir ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Emmu Heiðarsdóttur, Haraldar Jónssonar, Joe Keys, Kristínar Sigurðardóttur, Lukas Kindermann, Ragnheiðar Gestsdóttur og Tine Bek. Listamenn sýningarinnar eiga það sameiginlegt að veita ákveðnum hlutum ítrustu athygli, brengla hversdaginn með því að fletja hann út eða umbreyta með öðrum hætti. Á sýningunni myndast samtal á milli myndaraða […]

Venjulegir staðir

Elliheimili - Ívar Brynjólfsson

Ljósmyndin er magnað fyrirbæri. Svo ótrúlega flöt, bara doppur á blaði eða skjá. Föst í annarri víddinni, þar sem bæði töfra hennar og takmarkanir er að finna. Samt vekur hún upp tilfinningu fyrir rými og efni. Við skynjum myndina, trúum á hana. Þó er enginn sannleikur í myndinni nema sá sem verður til í hugskoti […]

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.