Tigeryaki

„Tigeryaki“ er verk sem sameinar hefðbundin útskorin form og akrýlmálun við nýstárlega tækni sem notuð er við endurkortlagningar og vörpun. Verkið táknar andlegan verndara sem vakir yfir og leiðir einstaklinga í gegnum líf þeirra. Mynstur sem eru á stöðugri hreyfingu tákna líf okkar, síbreytilegt en engu að síður fallegt á sinn hátt. „Tigeryaki“ er uppspretta […]
Leika

Á undanförnum árum eða frá því Guðný lauk námi í keramiki við Myndlistaskóla Reykjavíkur hefur hún unnið að fjölbreyttum verkum í leir í gegnum kennslu og sína eigin listsköpun. Guðný hefur gefið sér góðan tíma til þess að kynnast leirnum sem efniviði og um þessar mundir vinnur hún með „villtan leir“ sem hún tekur beint […]
Nothing is real

Matthias Engler er tónlistarmaður, listamaður, framleiðandi, sýningarstjóri og verkefnastjóri. Hann lærði klassískan slagverksleik við Conservatorium van Amsterdam og nútímakammertónlist við International Ensemble Modern Academy í Frankfurt. Árið 2004 stofnaði hann Ensemble Adapter í Berlín ásamt Gunnhildi Einarsdóttur hörpuleikara. Hann starfar sem listrænn stjórnandi, framkvæmdastjóri og slagverksleikari hópsins. Sem hljóðfæraleikari spilar hann reglulega með ýsmum samleikshópum, […]
ANDSKOTANS HÁVAÐI (riffasúpa ræflarokkarans)

Á Hamraborg Festival verður Curver Thoroddsen með hljóðinnsetninguna Andskotans hávaði (riffasúpa ræflarokkarans) í bílastæðahúsi Hamraborgar.Verkið samanstendur af 10 hátölurum dreift um rýmið en í hverjum hátalara hljómar eitt gítarriff úr íslensku pönklagi síendurtekið. Samanlagt mynda riffin „Andskotans hávaða“ en það er auðvitað frasi sem oft hefur verið notaður af fólki til að lýsa pönktónlist á […]
Cornucopia

Helga Katrínardóttir Ég býð til veislu! Veislugestir: Ég.Matarskipulag: Allt sem ég hef þráð að borða síðustu 40 vikur.Þema: Algjört hömluleysi. Ég er hýsill. Hýsill sem varð allt í einu almenningseign. Aðrir hafa skoðanir á því hvernig ég hugsa um líkama minn, hvað ég set ofan í mig. En það skiptir engu máli. Það skiptir engu […]
Óður til hávaða // Ljósið og ruslið

Á þessum stórtónleikum má sjá í fyrsta sinn tónlistarkvikmynd Úlfs Eldjárns og Patrik Ontkovic, Hamraborgin: Óður til hávaða, sem byggir á tónverki Úlfs; innblásnu af Hamraborg og öflugri tónlistarsenu Kópavogs. (Hægt er að lesa nánar um verkið hér að neðan). Einnig má sjá marglaga sviðs og tónverk, Benedikts Hermann Hermannssonar og Ásrúnar Magnúsdóttur, Ljósið og […]
KÁHH greining

Hversu oft hefur þú velt því fyrir þér hver þú ert? Við hjá KÁHH greiningu höfum þróað hið fullkomna ferli svo þú getur loksins komist að þínum innri sannleika! Ertu kisuhnappur, álfahnappur, kisuhestur eða álfahestur? Komumst að því í sameiningu og tökum skref í átt að dýpri sjálfsþekkingu og lífshamingju! *ੈ✩‧₊˚ Allt mannkynið á heima […]
Back to the roots 2

Back to the RootsMr Akward show R.i.p. Mamma Exodus /Nína Sígriður Geirsdóttir Boðið verður upp á listagjörning, þar sem við reynum að ná fram rappstemningu frá upphafi íslenska rappsins.
Uppskeruhátíð sumarlesturs 2023

Hin árlega uppskeruhátíð sumarlesturs verður þriðjudaginn 22. ágúst á 1. hæð aðalsafns (barnadeild). Gunnar Helgason stuðbolti og rithöfundur mætir á aðalsafn og allir krakkar sem koma fá glaðning! Fimm heppnir vinningshafar verða dregnir út úr öllum happamiðum sumarsins. Hlökkum til að sjá alla sumarlestrarhesta!
Opið verkstæði hjá Ólöfu Erlu

Laugardaginn 26 ágúst milli þrjú og fimm tekur Ólöf Erla á móti gestum á verkstæði sitt í Hamraborg 1. Þar vinnur hún margs konar verk í leir og postulín, framleiðir eigin hönnun í litlu magni en er einnig í samstarfi við aðra hönnuði og listamenn. Verk Ólafar einkennast af ríkri efniskennd og tilraunagleði. Hugmyndalega leitar […]
Kraftverk

Kraftverk er spunadanshópur sem samanstendur af listamönnunum Önnu Kolfinnu Kuran, Elínu Signýju Weywadt Ragnarsdóttur, Elísabetu Birtu Sveinsdóttur, Gígju Jónsdóttur og Guðrúnu Selmu Sigurjónsdóttur sem útskrifuðust allar af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. Hópurinn hefur unnið að spunadanssýningum síðan 2015 og flytur nýtt staðbundið verk á Hamraborg Festival 2023. Verkið verður flutt í undirgöngum þar sem […]
Apex Anima & FRZNTE

Apex Anima & FRZNTE flytja mjög kraftmikla hljóð- og sjónsýningu, þar sem þær blanda saman lifandi tónlist, súludansi, myndefni og lazerum. Apex Anima leikur nýjustu rafrænu gimsteinana sína, sem hún hefur grafið upp með yfirnáttúrulegum leiðum á víðfeðmum, þvervíddar ferðalögum sínum.FRZNTE sameinar súludans með tech noir fagurfræði, og skapar þannig draumkennda upplifun sem fagnar mannslíkamanum […]