Ræktun krydd- og matjurta

Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, fjallar um sáningu og ræktun algengra og auðræktanlegra krydd- og matjurta. Sagt er frá mismunandi tegundum og afbrigðum og á hvaða árstíma er vænlegast að sá til hverrar tegundar. Þátttakendur fá fræðslu um hvaða ræktunaraðstæður og hvaða aðföng þarf til að ná góðum ræktunarárangri. Fjallað verður um ferlið frá sáningu að neyslu […]
Tillit | Ljóslistaverk fyrir Kópavogskirkju

Nýju vídeóverki eftir Þórönnu Björnsdóttur varpað á Kópavogskirkju á Vetrarhátíð í Kópavogi.
Blekfjelagið OPEN MIC

Verið velkomin á OPEN MIC Blekfjelagsins á Dögum ljóðsins í Kópavogi.
Ljóð ungra Kópavogsbúa

Sýning á Dögum ljóðsins í Kópavogi á ljóðum sem bárust í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.
Ella Fitzgerald í Salnum

Jazzsöngkonur heiðra Ellu Fitzgerald ásamt hljómsveit
Leiðsögn um Geómetríu

Leiðsögn um sýninguna Geómetríu í Gerðarsafni á síðasta sýningardegi. Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Gaihede sýningarstjórar leiða gesti um sýninguna. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Geómetría spratt úr tilraunamennsku og framsæknum hugmyndum um eðli og möguleika listarinnar. Hreyfingin kom sem loftsteinn inn í íslenskt menningarlíf í upphafi sjötta áratugarins og olli straumhvörfum í listalífi […]
Leiðsögn um byggingarlist

Síðastas sýningarhelgi Geómetríu.
Söngkvöld í Salnum

Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit
Á þessum kyrru dægrum

Sönglög eftir Robert Schumann og Tryggva M Baldvinsson
Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Skemmtileg og fróðleg fjölskyldustund.
Origamismiðja á þjóðhátíðardegi Japans

Með einu pappírsbroti opnast endalausir möguleikar. Viltu búa til flugvél, bát, blóm eða dýr – það er allt hægt með einu blaði! Í þessari smiðju lærum við grunnbrot í japönsku pappírsbroti, origami, og spreytum okkur á að brjóta nokkra einfalda hluti, en ljúkum svo smiðjunni með því að brjóta pappírströnu. Boðið verður upp á pappír […]
Æfingin skapar meistarann

Æfingin skapar meistarann | Spjallið er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Rauða krossins. Verkefnið er ætlað fólki af erlendum uppruna til að æfa sig í íslensku og kynnast öðru fólki í leiðinni. Nauðsynlegt er að hafa einhvern grunn í íslensku til að geta tekið þátt. Hist verður í fjölnotasal á 1. hæð annan hvern laugardag á […]