16.mar ~ 11.apr

Gísli J. Ástþórsson Aldarminning

Bókasafn Kópavogs

Verið velkomin á opnun sýningar um ævi og störf Gísla J. Ástþórssonar á aðalsafni Bókasafns Kópavogs fimmtudaginn 16. mars kl. 17:00. Úlfhildur Dagsdóttir rithöfundur og Stefán Pálsson sagnfræðingur flytja stutt ávörp.

Gísli J. Ástþórsson (1923-2012) var þekktur á sinni tíð sem blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, pistlahöfundur og teiknari. Gísli lærði blaðamennsku í háskóla í Bandaríkjunum árin 1943-45 og var sennilega fyrsti menntaði íslenski blaðamaðurinn. Gísli sló nýjan tón í blaðamennsku á Íslandi og lagði áherslu á fréttaflutning óháð flokkspólitík.

Gísli var fjölhæfur listamaður og eftir hann liggja skáldsögur, smásögur, barnabók, leikrit og útvarpsþættir. Hann varð þekktur fyrir myndasögubækurnar um Siggu Viggu sem sprottnar eru úr íslenskum veruleika, útgerð og fiskvinnslu og segja frá lífi fiskvinnslustúlkunnar Siggu Viggu, vinkonu hennar Blíðu og samstarfsfólks. Sögurnar birtust fyrst í Alþýðublaðinu og svo í Morgunblaðinu. Gísli teiknaði einnig ádeiluseríuna Þankastrik sem birtist í Morgunblaðinu sem athugasemdir um atburði líðandi stundar og vakti serían iðulega mikil viðbrögð.

100 ár verða liðin frá fæðingu Gísla þann 5. apríl 2023 og af því tilefni munu afkomendur hans í samvinnu við Bókasafn Kópavogs blása til sýningar þar sem leitast verður við að gera rithöfundinum, blaðamanninum og teiknaranum Gísla J. Ástþórssyni skil. Samhliða sýningunni kemur út heildarsafn bókanna um Siggu Viggu.

Sýningin opnar í fjölnotasal aðalsafns 16. mars og stendur til 11. apríl.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Gerðarsafn
23
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
sep
Bókasafn Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
21
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
23
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
sep
Bókasafn Kópavogs
26
sep
Bókasafn Kópavogs
26
sep
Bókasafn Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
21
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira