Ofurhetju-perl

Bókasafnið býður kátum krökkum í ofurhetju-perl fimmtudaginn 21. ágúst. Sumarið er tileinkað lestrarhetjum og umhverfisofurhetjum. Kíktu og perlaðu þína eigin ofurhetju. Frítt inn og öll hjartanlega velkomin meðan húsrúm leyfir.

Ofurhetju grímunámskeið

Komdu að föndra flottar ofurhetjugrímur á Bókasafni Kópavogs. Sumarið er tileinkað skemmtilegum lestrar- og umhverfisofurhetjum hjá okkur. Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Ofurhetju-origami

Komdu og föndraðu ofurhetju origami-bókamerki. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Smiðjan verður haldin á fyrstu hæð safnsins. Umhverfisofurhetjan Sumarið er tileinkað ofurhetjum á Bókasafni Kóapvogs og Náttúrufræðistofu. Umhverfisofurhetjan er vitundarvakningarverkefni sem er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni og að því loknu fá þau afhent viðurkenningarskjal […]

Guðrún Gunnars – Skandinavia

Guðrún Gunnars söngkona býður til tónleika í Salnum ásamt 7 manna hljómsveit undir stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara og tónskálds. Hópurinn mun flytja lög eftir skandinavísk söngvaskáld með hljóðfæraslætti og söng. Lög Bremnes systkinana norsku,Kari,Lars og Ola,verða fyrirferðarmikil en Cornelis Vreeswijk er þó ekki langt undan og fleiri norrænir lagahöfundar. Textarnir eru eftir Aðalstein Ásberg skáld og lögin eru mörg hver af […]

Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2025

Barnamenningarhátíð fer fram með pompi og prakt dagana 6.-12. maí. Kíktu á dagskrána í heild sinni og ekki láta þig vanta. Þriðjudagur 6.5.2025 Lindasafn 🌟 16 – 18 Pappírsblómasmiðja fyrir börn og fjölskyldur Föstudagur 9.5.2025 Salurinn 🌟 9 – 12 Leikur að orðum Lögin hans Braga ValdimarsUm 200 leikskólabörn af átta leikskólum í Kópavogi ásamt […]

Viltu vera memmm? |Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Skemmtileg og fjölskylduvæn dagskrá með Memmm Play og Skólahljómsveit Kópavogs fer fram undir berum himni, sunnudaginn 11. maí frá 12:30 – 16:30. Tilefnið er ærið enda Barnamenningarhátíð í Kópavogi í fullum gangi og Kópavogur fagnar sjötugsafmæli sínu á þessum fallega vordegi. Staðsetning er útisvæðið við menningarhúsin í Kópavogi, Bókasafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs, Gerðarsafn og Salinn […]

Gjörningafestival | Leið #28

Velkomin á þriðja kvöld gjörningafestivals Gerðarsafns og Hamraborg Festivals, Leið #28, fimmtudaginn 15. maí í Gerðarsafni. Listafólk sem kemur fram á Leið #28: Andrea Vilhjálmsdóttir og Lóa Björk BjörnsdóttirFelix Urbina AlejandreGunnar GunnsteinssonUnnur Andrea Einarsdóttir Sýningarstjórn: Hamraborg Festival / Pétur Eggertsson. Öll velkomin!

Sumarblóm á Lindasafni

Sumarblóm í öllum regnbogans litum verða til í þessari notalegu fjölskyldusmiðju í tilefni Barnamenningarhátíðar.  Börn og fjölskyldur geta komið saman, mótað litskrúðug sumarblóm úr silkipappír og málað og skreytt ílát fyrir blómin til að hvíla í. Hægt verður að taka blómin og ílátin með sér heim að smiðju lokinni. Smiðjan fer fram á Lindasafni milli […]

Glimmersturta og alls konar afmælislög

Glæsileg tónleikadagskrá í tilefni af Barnamenningarhátíð í Kópavogi og stórafmæli Kópavogsbæjar sem fagnar sjötugsafmæli sínu á þessum degi, 11. maí 2025. Kórar Kársnesskóla, Hörðuvallaskóla og Smáraskóla stíga á svið Salarins og Marimbusveit Smáraskóla heldur uppi funheitu stuði í forsal Salarins. Dagskrá: Kl. 14Aldrei látum fjörið fallaKórar úr Kársnesskóla flytja tónlist úr öllum áttum undir stjórn […]

Baldur Snær Bachmann

Baldur Snær BachmannBA Nýmiðlatónsmíðar Baldur Snær Bachmann (f. 2001) er Íslenskur raftónlistarmaður og pródúser sem hóf nám við Listaháskóla Íslands árið 2022 og stefnir nú á útskrift með BA í Nýmiðlatónsmíðum. Baldur stundaði hefðbundið tónlistarnám ungur en færði sig fljótt yfir á stafrænt form og byrjaði að pródúsera hip-hop og raftónlist. Í gegnum námið hefur áhersla og […]

Opnun | Guðrún Bergsdóttir

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningu á verkum Guðrúnar Bergsdóttur miðvikudaginn 30. apríl kl. 18:00 í Gerðarsafni. Gerðarsafn heiðrar Guðrúnu Bergsdóttur (1970–2024) og listferil hennar með yfirlitssýningu í sýningarstjórn Hildigunnar Birgisdóttur. Samhliða sýningunni kemur út bókin Hugarheimar sem fjölskylda Guðrúnar kom fallega til leiðar í samstarfi við Hörpu Björnsdóttur með myndum af verkum og greinum […]

Árni Húmi Aðalsteinsson

Árni Húmi AðalsteinssonBA Hljóðfæratónsmíðar Árni Húmi Aðalsteinsson is an Icelandic composer, producer & sound engineer who has studied music and music related programming in Berlin and Reykjavík. He is now graduating with B.A. in Orchestral Composition from the music department of the Icelandic Academy of Arts. ÁH(rif)  Viðfangsefni verksins er nokkurs konar lifandi gagnvirk umgjörð […]