Aðventuhátíð Kópavogs

Hin árlega aðventuhátíð Kópavogs verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 29. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri mun tendra ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við hátíðlega athöfn. Að venju verður nóg um að vera fyrir allan aldur með smiðjum, tónleikum og skemmtun í menningarhúsunum í Hamraborg. Settu daginn í dagatalið og fylgstu með þegar dagskráin verður birt […]

Þrefalt útgáfuboð: Paradísareyjan, Rugluskógur og Skólinn í Skrímslabæ

Höfundarnir Bergrún Íris, Elísabet Thoroddsen, Embla Bachmann og Tindur Lilja halda útgáfuhóf næstkomandi laugardag klukkan 12 á Bókasafni Kópavogs. Þar verður upplestur á nýútkomnum bókum:Paradísareyjan eftir Emblu Bachmann og myndir eftir Bergrúnu ÍrisiRugluskógur eftir Elísabetu Thoroddsen og myndir eftir Bergrúnu ÍrisiSkólinn í Skrímslabæ eftir Bergrúnu Írisi og myndir eftir Tind Lilju Einnig verður boðið upp […]

Krílafjör tónlistartími | Foreldramorgunn

Chrissie Telma Guðmundsdóttir mun bjóða upp á Krílafjör tónlistartíma í barnadeild Bókasafns Kópavogs í samstarfi við Tónlistarskóla Kópavogs en þeir henta fyrir börn á aldrinum 4 til 16 mánaða og foreldra þeirra. Við munum syngja og spila ásamt því að efla taktskyn, málþroska og tóneyra. Chrissie hefur mikla reynslu af tónlistarkennslu ungra barna og er […]

Draugasögustund fyrir börn

Í tilefni af Hrekkjavökunni ætlum við að vera með skemmtilega draugasögustund fyrir krakka á Bókasafni Kópavogs. Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Eyrún Ósk Jónsdóttir mun lesa draugasögur úr íslensku þjóðsögunum og vera með smá fræðslu um hvernig hægt er að sigrast á íslensku draugunum samkvæmt þjóðtrúnni. Vissir þú t.d. að prump getur […]

Palestínsk útsaumssmiðja

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum palestínsku útsaumshefðina tatreez. Leiðbeinandi er Oroob AbuShawareb. Palestínska útsaumshefðin tatreez er lifandi og frjó handverkshefð sem byggir á aldagömlum grunni og hefur verið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningaraf heimsins frá 2021. Hefðin einkennist af fjölbreyttum og litríkum mynstrum sem saumuð eru út á fatnað, […]

Bækurnar á náttborðinu | Lindasafn

Bækurnar á náttborðinu verður með breyttu sniði í vetur, því við ætlum nú að velja eina bók fyrir hvern klúbb og ræða hana. Á fyrsta fundi þann 19. nóvember tökum við fyrir bókina Gervigul eftir Rebecca F. Kuang. Þetta er mögnuð saga. Þetta er ekki sagan hennar. June Hayward á misheppnaðan feril að baki sem rithöfundur. Þegar […]

Skrímslaratleikur

Í tilefni af hrekkjavökunni verður skrímslaratleikur á bókasafninu. Ratleikurinn verður bæði á aðalsafni í Hamraborg 6a og Lindasafni í Núpalind 7. Kíktu við og finndu íslensku skrímslin sem falin eru á safninu, finndu leyniorðið og fáðu verðlaun. Taktu þátt ef þú þorir!

Skiptimarkaður fyrir hrekkjavökubúninga

Verið velkomin á búningaskiptimarkað á hrekkjavökunni!  Á aðalsafni verður hægt að skiptast á hrekkjavökubúningum í öllum stærðum og gerðum. Gefðu gömlum búningum framhaldslíf og/eða taktu með þér annan í staðinn.

Eldfjallasmiðja með ÞYKJÓ

Náttúran er magnaður myndhöggvari! Sjórinn slípar steina, eldgos skilja eftir myndastyttugarða og hellismunnar myndast þar sem ís hefur bráðnað. Vilt þú koma og setja þig í stellingar náttúrunnar og móta landslagsskúlptúr? Í vetrarfríinu leiðir ÞYKJÓ okkur inn í smiðju þar sem við látum fjöll rísa úr leir. Við þykjumst vera móðir náttúra, myndum dældir í […]

ÞYKJÓ Draumalandslag

Hvernig er þitt draumalandslag? Viltu bleika sanda, hrjóstrugt hraun úr piparkornum eða karrýgul jarðhitasvæði? Við skoðum náttúruna með augunum, höndunum…og ímyndunaraflinu! Þátttakendur hanna lítinn landskika fyrir ímyndaðan íbúa og þjálfast í að hugsa í skala og móta umhverfi í kringum lífveru. ÞYKJÓ er þverfagleg hönnunarstofa sem vinnur fyrir og með börnum og fjölskyldum þeirra. Verkefnin […]

Fuglateiknismiðja með Rán Flygenring

Fuglateiknismiðja! Mynd- og rithöfundurinn Rán Flygenring býður fjölskyldum upp á ólíkar furðufuglateikniæfingar sem virkja ímyndunaraflið og teiknivöðvana. Þátttakendur fræðast um fugla í gegnum snarpar og skapandi stöðvaþrautir. Engrar teikni- né fuglakunnáttu er þörf til að taka þátt! Hlynur Steinsson, líffræðingur, verður á staðnum og býður uppá fræðsluinnlegg um fugla á Náttúrufræðistofu fyrir börn á öllum […]

Norna- og hrekkjavökusmiðja

Hrekkjavakan er ævintýralegur tími; kynjaverur spretta fram, nornir fara á flug og allt getur gerst. Í Gerðarsafni frá krakkar tækifæri til að galdra fram drauga, nornir, leðurblökur, uppvakninga og aðrar kynjaverur undir handleiðslu teiknarans og rithöfundarins Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur.  Kristín hefur meðal annars skrifað æsispennandi bók sem heitir Nornasaga: Hrekkjavakan. Frítt inn og öll velkomin […]