Krakkaleiðsögn á Safnanótt

Verið velkomin á krakkaleiðsögn föstudaginn 6. febrúar kl. 18:30 um sýninguna Hörður í Gerðarsafni. Komdu og skoðaðu einstök listaverk Harðar Ágústssonar í fylgd Agnesar Ársælsdóttur, verkefnastjóra fræðslu. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!

Söngleikjastælar | Safnanótt

Bjarni Snæbjörnsson og Karl Olgeirsson flytja nokkur vel valin teiknimynda- og söngleikjalög lög í forsal Salarins á Safnanótt. Söngleikjastælar er tónleikaröð sem sló í gegn í fyrra og er óður til söngleikjanna þar sem ný og gömul söngleikjatónlist fær að njóta sín. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin þar til húsrúm leyfir. Viðburðurinn er hluti […]

Orðið laust – opinn hljóðnemi | Safnanótt

Ljóðastund Bókasafnið býður fólki að koma og lesa upp ljóð eftir sig á notalegri ljóðastund á vetrarhátíð.  Hvert skáld fær 5 mínútur til að deila ljóðum sínum með áheyrendum. Átt þú ljóð ofan í skúffu sem þráðir að sleppa út og ná eyrum fólks, mættu þá með þau og deildu þeim með öðru ljóðelskandi fólki.  […]

Skynjunarsögustund | Safnanótt

Eyrún Ósk leikari og rithöfundur munu lesa sögur fyrir börnin og hún leggur áherslu á skynjun með hljóðum, leikmunum og leikrænum tilburðum. Sögustundin er öllum opin meðan húsrúm leyfir og hentar best börnum á aldrinum 0-5 ára. Verið velkomin í notalega sögustund

Inspector Spacetime | Safnanótt

Dönsum af okkur tærnar með Inspector Spacetime sem tekur forsal Salarins yfir á Safnanótt með sannkallaðri gleði- og orkusprengju!  Föstudagskvöldið 6. febrúar kl: 21:00 mun hljómsveitin Inspector Spacetime halda ærlegt partý í forsal Salarins. Þessi hressa danssveit er skipuð af þeim Agli Gauta Sigurjónssyni, Vöku Agnarsdóttur og Elíasi Geir Óskarssyni og eru þau þekkt fyrir […]

Skoðum skeljarnar | Krakkaleiðsögn á Safnanótt

Komdu í krakkaleiðsögn í Náttúrusafninu á Safnanótt! Viðburðurðirnir eru hluti af fjölbreyttri dagskrá Safnanætur í menningarhúsunum í Kópavogi. Við munum skoða skeljasafnið í nýjustu smásýningu safnsins ,,Fjársjóður í flæðarmálinu“, við skoðum fallegu og fjölbreyttu fyrirbæri sem skeljar eru og fræðumst um lífið sem í þeim bjó. Leiðsögnin er önnur tveggja leiðsagna sem verður í boði […]

Skynjunarsögustund

Opnar skynjunarsögustundir fara fram seinasta miðvikudag mánaðar kl. 16 í barnadeild aðalsafns. Eyrún Ósk leikari og rithöfundur og Gréta Björg munu lesa sögur fyrir börnin, þar sem þær leggja áherslu á skynjun með hljóðum, leikmunum og leikrænum tilburðum. Sögustundirnar eru öllum opnar meðan húsrúm leyfir og henta best börnum á aldrinum 0-5 ára. Verið velkomin í […]

Skynjunarsögustund

Opnar skynjunarsögustundir fara fram seinasta miðvikudag mánaðar kl. 16 í barnadeild aðalsafns. Eyrún Ósk leikari og rithöfundur og Gréta Björg munu lesa sögur fyrir börnin, þar sem þær leggja áherslu á skynjun með hljóðum, leikmunum og leikrænum tilburðum. Sögustundirnar eru öllum opnar meðan húsrúm leyfir og henta best börnum á aldrinum 0-5 ára. Verið velkomin í […]

Sýningarsalir lokaðir á efri hæð

Sýningarsalir á efri hæð eru tímabundið lokaðir vegna sýningaskipta. Verið er að setja upp sýninguna HÖRÐUR sem opnar 4.febrúar kl: 18:00. Hörður Ágústsson (1922-2005) nálgaðist myndlist, hönnun, rannsóknir og kennslu af heildrænni hugsun. Hugsun sem var fjarri því að vera einföld eða línuleg heldur bar með sér löngun til að má út skil á milli […]

Hvernig myndast kristallar?

Verið velkomin í Vísindaskóla Náttúrusafns Kópavogs miðvikudaginn, þann 4. mars. Að þessu sinni spyrjum við…Hvað eru kristallar og hvernig myndst þeir? Vísindaskólinn verður í Tilraunastofu Náttúrusafnsins og hefst kl. 16:30 stuttri á fræðslu þar sem krakkar fá að skoða mismunandi kristalla. Svo gerum við tilraun, þar sem þáttakendur búa til sinn eigin kristal. Viðburðurinn hentar […]

Að lesa í árhringi

Af hverju verða sumar lífverur eldri en aðrar? Hvað stjórnar líftíma lífvera, og hvernig getum við sjálf „lesið“ tímann í náttúrunni? Á viðburðinum lærum við hvernig vísindamenn ákvarða aldur lífvera og rýnum í árhringi trjáa, skelja. Við veltum því fyrir okkur hverjar elstu lífverur jarðar séu, geta dýr orðið jafngömul eða eldri en tré. Hvað […]