Leiðin að skilningstrénu

Tónheilararnir Kamilla Ingibergsdóttir og Sólbjört Guðmundsdóttir bjóða gesti velkomna á hljóðbað til heiðurs listakonunni Hilmu af Klint. Gestum verður boðið í ferðalag inn á við með aðstoð leiddrar hugleiðslu og 18 alkemíu kristalsskála. Einstakur hljóðheimur skálanna aðstoðar gesti við að tengja bæði inn á við og við listaverkin. Í huga Hilmu af Klint hafði allt anda og  sál – […]

Kúltúr klukkan 13 | Afrit

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er beint heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina og verða haldnir klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Miðvikudaginn 25. mars kl. 13 verður útsending frá Gerðarsafni þar sem Halla Oddný Magnúsdóttir spjallar við Einar Fal Ingólfsson […]

Opnun | ALDA & Við getum talað saman

Verið öll hjartanlega velkomin að vera viðstödd opnun tveggja nýrra sýninga; ALDA & Við getum talað saman, í Gerðarsafni laugardaginn 11. júní kl. 14.

13 heilagar nætur I Menning á miðvikudögum

Myndlistarkonurnar Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon og Guðrún Vera Hjartardóttir kynna draumadagbók og ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur, sem tengjast einnig íslensku jólasveinunum.

Fjölskyldustund | Kviksjá

Í tengslum við Sýninguna Ó, hve hljótt verður kviksjá viðfangsefni fjölskyldustundarinnar í Gerðarsafni sem Hrund Atladóttir mun leiða. Kviksjá eða kaleidóskóp er rörlaga leikfang sem er alsett speglum að innanverðu sem endurspegla litlar skrautflygsur á borð við glerbúta, perlur eða speglabrot sem komið hafa verið fyrir í rörinu. Þegar horft er í kviksjána má sjá […]

Slaka & skapa

Eldri borgurum er boðið á viðburðinn Slaka & Skapa með Thelmu Björk Jónsdóttir sem fer fram í Gerðarsafni listasafni Kópavogs. Skoðuð verða tengslin milli hugleiðslu og handverks í gegnum teygjur og öndunar- og slökunaræfingar sem Thelma hefur þróað. Áhugasömum er boðið að halda hugleiðslu áfram með því að taka þátt í handverksvinnu á borð við […]

Kúltúr klukkan 13 | Innlit í listaverkageymslu

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er beint heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina og eru haldnir klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Miðvikudaginn 29. apríl kl. 13 verður útsending frá Gerðarsafni þar sem Halla Oddný Magnúsdóttir lítur í listaverkageymslu Gerðarsafns í […]

Menning á miðvikudögum | Umbreyting á veruleikanum

Í fyrirlestrinum fjallar Sigrún Alba um ljósmyndir og áhrif þeirra á það hvernig við skynjum og upplifum veruleikann, hvernig við reynum að miðla upplifunum okkar í gegnum ljósmyndir og umbreyta veruleikanum í myndir. Í fyrirlestrinum verður fjallað bæði um hversdagslega notkun á ljósmyndum, um ljósmyndina sem rannsóknartæki og um ljósmyndina sem listmiðil. Sigrún Alba mun […]

Leiðsögn um alsjáandi | Vetrarhátíð í Kópavogi

Sýningastjórarnir Anna Karen Skúladóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir bjóða upp á leiðsögn um sýninguna Alsjáandi – ósamþykktar skissur Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju og Sigurður Arnarson, sóknarprestur, fjallar um steinda glugga Gerðar Helgadóttur. Viðburðurinn er hluti af Vetrarhátíð í Kópavogi 2021.