Max Mollon | Design Fiction Club

Þriðjudaginn 8. maí kl. 17 mun svissneskir hönnuðurinn Max Mollon halda Design Fiction Club í tilefni sýningarinnar MA 2018. Design fiction club er opinber umræðuvettvangur fyrir samtímahönnun sem einblínir á nýja hætti hönnunar og möguleika þeirra til að rýna í og hafa áhrif á hagkerfi, iðnað og menningu. DFC hefur verið reglulegur viðburður á safninu Gaité […]

Leiðsögn með Jóni B.K. Ransu

Ransu, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki, leiðir gesti um sýninguna sem stendur yfir í Gerðarsafni. Sýningarverkefnið „Fullt af litlu fólki“ skoðar hið andlega í listum. Titillinn er sóttur í efni fyrirlesturs sem austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner hélt árið  1922 um formmyndun mannseyrans.

17. júní í Kópavogi

Þjóðhátíðardaginn 17. júní munu Menningarhúsin í Kópavogi kynna til leiks nýtt og spennandi sumarverkefni fyrir alla fjölskylduna sem kallast Söfnum sumri.

Cycle | gjörningar og sýningarstjóraspjall

Í tilefni listahátíðarinnar Cycle fer fram gjörningur og sýningarstjóraspjall laugardaginn 27.október í Gerðarsafni. Auk þess mun gjörningar og opnun eiga sér stað í Kópavogslaug, Bókasafni Kópavogs og Midpunkt, Hamraborg 22, sama dag.

Fyrirlestur með Didier Semin

Á föstudaginn 4. maí kl. 17:00 mun Didier Semin flytja fyrirlestur sinn: Visual Tricks. Modern Art, Military Camouflage and Animal Mimicry í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs. Eitt sinn var Gertrud Stein á göngu með Picasso í París á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar. Þau rákust þar á herskip í felulitum sem var á leið sinni að framvarðarlínunni. […]

Fjölskyldustund | Glerperlur og Morse- kóði

Listakonan Anna Júlía kennir þáttakenndum að búa til sínar eigin perlusamsetningar með skilaboðum í Morse-kóða, í formi hálsfesta, armbanda eða óróa. Smiðjan verður óháð tungumáli og tala leiðbeinendur pólsku, þýsku, ensku og er markmiðið að byggja upp samskipti þvert á tungumál og menningarheima.

Allir velkomnir

Samtal um málefni sýningarinnar „Einungis allir“ fara fram í Gerðarsafni á síðasta sýningardegi, þann 6. janúar 2019, kl. 15. Meðal þátttakenda eru myndlistarmennirnir Libia Castro & Ólafur Ólafsson og Melanie Ubaldo, Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur og blaðamaður og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, safnstjóri Gerðarsafns. Sara S. Öldudóttir, sýningarstjóri og rannsakandi Cycle-listahátíðar, leiðir umræðurnar.  Sýningin Einungis allir opnar […]