Opnun | Skýjaborg

Verið velkomin á sýningaropnun! Skýjaborg verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn 6. mars kl. 17.

Heilagur líkami I Gjörningur eftir Martje Brandsma

Spunaverk Martje Brandsma markar upphaf sýningarinnar og vegur salt á milli impúlsa og móttöku, þéttleika og fjarlægðar, hörku og elds. Hún færir sjónarhornið frá því að hreyfast á jörðinni að því að láta hreyfast af sólkerfinu: Teygja, snerting, vakning og grip. Þetta ferli miðar að innri kyrrð gegnum ytri hreyfingu.

Vetrarfrí | Hljóðlistasmiðja

Tónlistar- og myndlistarmaðurinn Curver Thoroddsen, leiðir hljóðlistasmiðju fyrir 10-14 ára í Vetrarfríi grunnskólanna, daganna 25. og 26. febrúar, þar sem áhersla er lögð á samspil hljóðs og myndar. Þátttakendur fá afnot af hljóðfærum og skapa ýmiskonar hljóðverk með hliðsjón af myndefni.

Sumarsólstöður

Fjölskyldum er boðið að hjálpa listakonunum í Endur Hugsa að sá fræjum, föndra og fegra geisladiska gróðurhúsið. Á meðan hendur eru uppteknar fær hugurinn að reika og þannig skapast umræður um plöntur, endurnýtingu og umhverfismál almennt.

Fyrirlestur I Innsæi í list

Í fyrirlestri sínum mun Edward de Boer fjalla um hugtakið „innsæi“, einkum í tengslum við verk Rudolfs Steiner og Joseph Beuys. Hvað er innsæi? Hvernig túlka bæði listamaðurinn og hugsuðurinn sýn sína á manninn og veröldina gegnum innsæi? Innsæið birtist í verkum þeirra beggja sem merkingarbær brunnur að sækja í. Innsæið birtist einnig sem brú […]

Mósaík teppasmiðja | Fjölskyldustund

Myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga verður með mósaík – teppasmiðju á neðri hæð Gerðarsafns á karnivali í upphafi hausts í öllum Menningarhúsunum í Kópavogi. Þar gefst gestum færi á að læra um aðferðir við mynstur gerð, hvernig maður býr til reglur og notar endurtekningar á sama tíma og sköpunarkrafturinn fær að leika lausum hala. Byrjað verður […]

Sumarbræðingur I 13. ágúst

Fimmtudaginn 13. ágúst verður síðasti Sumarbræðingur Menningarhúsanna í Gerðarsafni. Safnið verður opið lengur eða til kl. 21:00 samhliða tónleikaröðinni Sumarjazz sem fer fram í Salnum. Veitingastaðurinn Pure Deli er lokaður vegna samkomutakmarkanna, en boðið verður upp á frítt kaffi og vatn. Í Stúdíói Gerðar, fræðslurými Gerðarsafns, verða dregnir fram vatnslitir og safngestum gefið færi á að […]

Menning á miðvikudögum | Hádegisleiðsögn

Klara Þórhallsdóttir verkefnastjóri sýninga leiðir gesti í gegnum sýninguna SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR. Með sýningunni er gerð tilraun til að skoða skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Sýningarröðin, sem fer nú fram í þriðja sinn, er ætlað að heiðra Gerði og framlag hennar til […]

Listamannaspjall | Afrit

Listamennirnir Bjarki Bragason og Þórdís Jóhannesdóttir, ásamt sýningarstjóranum Brynju Sveinsdóttur, leiða gesti um sýninguna Afrit, sunnudaginn 2. febrúar kl.15.