Safnanótt á Vetrarhátíð

Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Frítt er inn á söfnin og einnig í sérstakan Safnanæturstrætó sem gengur á milli safnanna. Dagskráin í Gerðarsafni:  18:00 – 21:00 Kvik strik teiknileikur Edda Mac, listakona og samstarfsaðili Gerðarsafns við gerð bókarinnar Kvik strik, kynnir […]

17. júní

Við bjóðum gesti hjartanlega velkomna á Gerðarsafn á þjóðhátíðardaginn en frítt verður inn á safnið.

Þitt eigið vídeóverk | BYOB

Gerðarsafn í samvinnu við Midpunkt og Curver Thoroddsen leiða vídeóviðburð að fyrirmynd BYOB (Bring Your Own Beamer) á Safnanótt. Listamönnum, kvikmyndagerðarmönnum, listnemum og öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt og koma með sitt eigið vídeóverk til sýningar á meðan á viðburðinum stendur. BYOB (Bring Your Own Beamer) er hugmynd að opnu sýningarverkefni sem stofnað […]

Haustfrí – Tilraunir með teikningu

Myndlistarmaðurinn Arnar Ásgeirsson kynnir fjölbreyttar og óútreiknanlegar teikniæfingar sem miða að því að ýta nemendum út úr þægindaramma sínum með því markmiði að nemendur nálgist verkefnið með opnum hug og prófi sig áfram með ólíkum vinnuaðferðum. Arnar er sjálfur þaulvanur teiknari sem sem hefur gleði og leik í fyrirrúmi í nálgun sinni á teikningu og […]

Fjölskyldustund | Endur hugsa útópískt

Listahópurinn Endurhugsa bjóða fjölskyldum til sín í gróðurhúsið Geislahvelfinguna á útisvæði Menningarhúsanna næsta laugardag kl. 13:00. Þar býðst fjölskyldum að aðstoða við ræktun ásamt því að taka þátt í samtali um leiðir til betri umhverfislausna. Hvernig getum við tekið þátt í að móta framtíðina? Hvernig vilt þú hafa heiminn? Hugmyndum er safnað saman og engin […]

Leiðsögn | Arkitektúr

Leiðsagnir sýningarstjóra um útskriftarsýningu hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri sem stendur í Gerðarsafni fara fram sunnudaginn 6. september.

Sumardagurinn fyrsti

Opið í Menningarhúsunum. Kubbur, botcha og húllahringir á útivistarsvæði, borðspil og teikniaðstaða á Bókasafni og í Stúdíói Gerðar í Gerðarsafni.

Útgáfuhóf | Óræð lönd

Verið velkomin í útgáfuhóf nýútkominnar bókar Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson: Óræð lönd

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

Á lokahátíð Skapandi sumarstarfa munu sjö verk verða sýnd á Gerðarsafni. Verkin munu nýta hljómburð safnsins til þess að skapa einstaka stemmingu og mun dagskráin taka um tvo klukkutíma. Frá 17:30 til 19:30 gefst gestum færi á að ferðast um safnið og fylgjast með verkunum bæði á neðri og efri hæð.