Leiðsögn | Vöruhönnun

Leiðsagnir sýningarstjóra um útskriftarsýningu hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri sem stendur í Gerðarsafni fara fram sunnudaginn 6. september.

Útlína | Opnunarviðburður

Velkomin á opnunarviðburð sýningarinnar Útlína með verkum, skissum og rannsóknarefni tíu nútíma- og samtímalistamanna úr safneign Gerðarsafns. Sýningarstjórarnir Brynja Sveinsdóttir og Hrafnhildur Gissurardóttir bjóða gestum í spjall um sýninguna og verður teiknileikur í boði fyrir yngstu gestina, sem listamaðurinn Edda Mac mun leiða. Opnunarviðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu og léttar veitingar í boði. Útlína er […]

Sýningaropnun: Ó, hve hljótt

Sýningin Ó, hve hljótt samanstendur af völdum kvikmyndum, hljóð- og vídeóverkum eftir bæði íslenska og alþjóðlega samtímalistamenn. Þó að verkin kunni að vera af ólíkum toga, í stíl eða efnistökum, eiga þau það sammerkt að bera með sér yfirvegaða kyrrð og djúpstæða friðsæld, líkt og sýningartitillinn gefur til kynna.

Fjölskyldustund | Barbara ferðalangur

Barnabókateiknarinn Barbara Árnason er uppspretta vangaveltna um ferðalanginn en sjálf fluttist Barbara til Íslands frá Bretlandi árið 1937. Þátttakendur vinna út frá eigin sögum og teikningum um ferðalög og fjarlæg lönd.  Smiðjan verður óháð tungumáli og er ætluð allri fjölskyldunni. Leiðbeinendur tala pólsku, íslensku, arabísku, frönsku, ensku og þýsku og er markmiðið að byggja upp samskipti þvert á tungumál […]

Menning á miðvikudögum | Sýningarstjóraspjall

Brynja Sveinsdóttir sýningarstjóri leiðir gesti í gegnum sýninguna Líkamleiki, sem er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa í líkamann og líkamleika af ýmsu tagi. Listamenn sýningarinnar eru Bára Kristinsdóttir, Claire Paugam, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir, […]

Menning á miðvikudögum | Kópavogskirkja

Miðvikudaginn 15. ágúst kl. 12:15 verður boðin hádegisleiðsögn um Kópavogskirkju með sr. Sigurði Arnarsyni sóknarpresti. Mun hann fræða gesti um steinda glugga Gerðar Helgadóttur sem prýða Kópavogskirkju ásamt því að gefa innsýn í framkvæmdir sem standa nú yfir á gluggum suðurhliðar kirkjunnar. Hluti glugganna hafa þegar verið teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann […]

Opnun útskriftarsýningar

Laugardaginn 28. apríl verður opnuð útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist […]

Leiðsögn um glugga Gerðar Helgadóttur | Menning á miðvikudögum

Leiðsögn með séra Sigurði Arnarsyni sóknarpresti sem segir frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður veitir innsýn í nýjar framkvæmdir sem áttu sér stað á gluggum á suðurhlið kirkjunnar en hluti glugganna voru teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann bræðra í Þýskalandi, sem er sama glerverkstæði og Gerður vann með í […]

Ókeypis tónleikar I Strengjasveit tónskóla Sigursveins

Ókeypis tónleikar með Strengjasveit Tónskóla Sigursveins í Gerðarsafni. Strengjasveitin er skipuð 26 nemendum á framhaldsstigi en stjórnandi hennar er Helga Þórarinsdóttir. Strengjasveitin er á leið í tónleika- og æfingaferð til Fíladelfíu þar sem sveitin er í samstarfi við YCO, Youth Chamber Orchestra. Tónleikarnir fara fram á sýningunni Fullt af litlu fólki sem nú stendur yfir í Gerðarsafni, ókeypis […]