Konur og barokk

Manstu þegar þú varst í sögutímum í skólanum? Manstu eftir öllum konunum sem þú lærðir um? Nei? Ekki við heldur. Það þýðir þó ekki að þessi helmingur mannkyns hafi ekki gert neitt sem er í frásögur færandi. Tinna Þorvalds Önnudóttir, mezzósópran, og Sævar Helgi Jóhannsson, píanóleikari, munu heiðra nokkur af minna þekktum tónskáldum barokk tímans. […]

Hvað! Eru maurar á Íslandi?

Vissir þú að það eru maurar á Íslandi? Verið velkomin í hádegiserindi, miðvikudaginn 19. mars, í anddyri Náttúrufræðistofu Kópavogs. Að þessu sinni fjallar Andreas Guðmundsson um maura á Íslandi, landnám þeirra og áhrif. Gestum býðst að berja augum lifandi maura að störfum í gervimaurabúi sem verður meðferðis. Mörg vita kannski ekki að maurar eru fyrir […]

Hvernig verða kristallar til?

Verið hjartanlega velkomin í Vísindaskóla Náttúrufræðistofu Kópavogs næsta miðvikudag, þann 5. mars.🥼🔎🧪 Að þessu sinni spyrjum við…Hvernig verða kristallar til? Viðburðurinn hefst kl. 16:15 stuttri fræðslu þar sem krakkar fá að skoða mismunandi kristalla. Svo gerum við tilraun, þar sem hópurinn býr til sinn eigin kristal. 💎 Aðgangur er ókeypis!Og foreldrar og krakkar á aldrinum […]

Draumalandslag með ÞYKJÓ og Sóleyju Stefáns

Hvernig er þitt draumalandslag? Viltu bleika sanda, hrjóstrugt hraun úr piparkornum eða karrýgul jarðhitasvæði? Við skoðum náttúruna með augunum, höndunum, eyrunum…og ímyndunaraflinu! Við könnum fjölbreyttar áferðir og hljóð eins og tær í mjúkum mosa, marrandi möl og fyssandi vatn. Gestir á öllum aldri þjálfast í að hugsa í skala og gera sitt eigið líkan af […]

Macramé á Lindasafni

Macramé hnýtingar eru einstaklega heilandi, hamingjuaukandi og hugarróandi. Að ekki sé talað um hvað þær eru skemmtilegar og fallegar. Í Hæglætisviku bókasafnsins mun Hera hjá Flóði og fjöru leiða smiðju á Lindasafni þar sem búin verða til litrík macramé lauf og hentar smiðjan fólki á öllum aldri, hvort sem þau eru byrjendur eða reynsluboltar. Takmörkuð […]

Gjörningafestival | Leið #2

Velkomin á annað kvöld gjörningafestivals Gerðarsafns og Hamraborg Festivals fimmtudaginn 27. mars. Dagskrá auglýst síðar!

Michael Richardt | Gjörningur | DA

Michael Richardt fremur gjörninginn DA alla fimmtudaga frá kl. 12-18 á sýningartímabili Störu. Verkið er hluti af sýningunni. Öll eru hjartanlega velkomin! Michael Richardt (f. 1980) er sviðslistamaður sem sérhæfir sig í tímatengdum og langvarandi gjörningum. Heimildamyndin My Mother Is Pink um móður hans var tilnefnd í flokki listrænna heimildamynda á Sheffield Documentary Film Festival […]

Michael Richardt | Gjörningur | DA

Michael Richardt fremur gjörninginn DA alla fimmtudaga frá kl. 12-18 á sýningartímabili Störu. Verkið er hluti af sýningunni. Öll eru hjartanlega velkomin! Michael Richardt (f. 1980) er sviðslistamaður sem sérhæfir sig í tímatengdum og langvarandi gjörningum. Heimildamyndin My Mother Is Pink um móður hans var tilnefnd í flokki listrænna heimildamynda á Sheffield Documentary Film Festival […]

Maurarnir mæta í Kópavoginn!

Vissir þú að það búa maurar Reykjavík? Maurar eru mögnuð dýr! Þeir lifa í samfélögum sem kallast maurabú. Þar hefur hver og einn maur hlutverki að gegna í þágu samfélagsins. Á þessum spennandi viðburði geta börn og fjölskyldur skoðað lifandi maura í gervimaurabúi sem líffræðingurinn Marco Marcini hefur búið til og mun sjálfur sýna og […]

Spectrum | Á íslenskum nótum

Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt? Já!  Á vortónleikum Spectrum í Salnum verða að þessu sinni eingöngu flutt íslensk verk. Sum eru eldgömul, önnur frumflutt. Eins og venjulega leitum við fanga í ólíkum tónlistarstefnum; poppi, klassík, djassi og þjóðlögum. Öll eru lögin í metnaðarfullum og krefjandi útsetningum eftir okkar besta fólk í tónsmíðum. Í […]

Slow Food á Íslandi

Komdu og taktu þátt í fræðandi og áhugaverðum fyrirlestri um Slow Food hreyfinguna á Íslandi! Við munum fjalla um: Fyrirlesari er Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food Reykjavík. Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Við hlökkum til að sjá þig og deila með þér áhugaverðum upplýsingum og hugmyndum um hvernig við […]