Vestur-afrísk hátíð

Vestur-afrísk matar- og menningarhátíð. Bókasafn Kópavogs heldur vestur-afríska matar- og menningarhátíð á löngum fimmtudegi í samstarfi við GETU hjálparsamtök og sjálfboðaliða frá nokkrum löndum Vestur-Afríku sem búsettir eru hér á landi og munu þau deila með okkur menningu sinni. Öll velkomin. Dagskrá Kl. 17:00-17:30 Matarsmakk, matur frá Vestur-Afríku. Kl. 17:00-19:00 Fánasmiðja, búum til fána frá […]
Belonging?

Belonging? returns to Salurinn after its sold-out premier show last fall. Don’t miss these award winning foreign-born comedians as they explore the funny, strange and beautiful parts of immigrant life in Iceland.
Menningarhúsin bjóða upp á spennandi dagskrá í vetrarfríi grunnskólanna í Kópavogi.

Mánudagurinn 24. febrúar Kort og kórónur á Bókasafninu kl. 11 – 13 Komdu og föndraðu kórónur og kort eða jafnvel bókamerki, og skreyttu með úrklippum úr gömlum bókum. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir Smiðjan verður haldin í Tilraunastofunni á fyrstu hæð safnsins. Vísindasmiðja Háskóla Íslands í Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 13 – 15 Vísindasmiðja Háskóla […]
Aðdáendaklúbbur Jane Austen

Við fylgjum eftir alveg hreint frábærum stofnfundi Aðdáendaklúbbs Jane Austen með bókamessu á Bókasafni Kópavogs. Fjallað verður um bækur Jane Austen og þeim bókum sem þýddar hafa verið á íslensku gert hátt undir höfði. Þær eru Hroki og hleypidómar, Aðgát og örlyndi og Emma. Dagskrárstjórn og fræðsla: Kristín Linda sálfræðingur, formaður aðdáendaklúbbsins Sérstakur gestur: Salka Guðmundsdóttir þýðandi […]
Leikur að ljósi og litum | Listsmiðja í vetrarfríi

Komið að gera tilraunir með ljós og litaðar filmur og búum til listaverk úr öllum regnbogans litum! Jóhanna Ásgeirsdóttir verður með listsmiðju fyrir börn og fjölskyldur þeirra í vetrarfríi grunnskólanna þriðjudaginn 25. febrúar kl 13:00 í Gerðarsafni. Efniviður verður á staðnum og þátttaka í smiðjunni er gestum að kostnaðarlausu. Hlökkum til að sjá ykkur! Jóhanna […]
Spilastuð fyrir ungmenni

Komdu að spila í vetrarfríinu! Spilavinir kíkja í heimsókn í ungmennadeildina með glás af spilum. Spilakennarar verða á staðnum, tilbúnir að leiðbeina þátttakendum. Myndakassi verður á 1. hæð og hægt að taka af sér skemmtilegar myndir. Öll ungmenni hjartanlega velkomin!
Grímusmiðja

Komdu og búðu þér til grímu í vetrarfríinu! Boðið verður uppá grímuföndur; glimmerlím, fjaðrir og alla heimsins liti til að lífga upp á vetrarfríið. Smiðjan verður á 1. hæð Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu.Allur efniviður og leiðbeiningar á borðum á staðnum. Myndakassi verður á staðnum og hægt að taka af sér skemmtilegar myndir. Aðgangur er ókeypis! […]
Uppeldi barna | Foreldramorgunn

Helga Maggý og Erla Sif eru klínískir atferlisfræðingar sem báðar hafa reynslu af starfi í leik- og grunnskólum ásamt því að hafa mikinn áhuga á öllu sem tengist barnauppeldi. Í erindinu fjalla þær um áhrifaríkar uppeldisaðferðir sem skapa styðjandi heimilisumhverfi svo börn geti blómstrað. Gefin verða hagnýt ráð, m.a. varðandi hvernig gefa má skýr fyrirmæli, […]
Suður-amerísk tónlistarreisa | Heimstónlist

Andrés Ramón tónlistarmaður býður hlustendum í ferðalag um Suður-Ameríku þar sem hann flytur þjóðlög frá ýmsum löndum, spilar á mismunandi strengjahljóðfæri og syngur á spænsku og portúgölsku. Ferðalagið hefst á Andesfjallasvæðinu með þjóðlögum frá Perú, Bólivíu og Kólumbíu. Lögin hljóma við undirleik á charango, 10-strengja hljóðfæri sem er einkennandi fyrir tónlistarstefnur frá Andesfjöllunum, þar sem […]
Michael Richardt | DA | Stara

Michael Richardt fremur gjörninginn DA föstudaginn 7. febrúar í Gerðarsafni frá kl. 12-18 og síðan frá kl. 19-23. Verkið er hluti af sýningunni Störu. Öll eru velkomin! Michael Richardt (f. 1980) er sviðslistamaður sem sérhæfir sig í tímatengdum og langvarandi gjörningum. Heimildamyndin My Mother Is Pink um móður hans var tilnefnd í flokki listrænna heimildamynda […]
UNDIRALDA Á SAFNANÓTT

Yown (Jón Friðgeir Sigurðsson) og Petrichor (Alejandro Arias) nemendur úr tónveri Tónlistarskóla Kópavogs munu koma fram í bílakjallaranum við Hamraborg 6, gegnt Salnum á milli kl. 20:00 – 21:00. Þeir munu spila sveimandi raftónlist sem ómar í samtali við hljómburð bílakjallarans.
Vísindasmiðjan

Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður hjá okkur í vetrarfríinu með lifandi og skemmtileg vísindasmiðju fyrir forvitin börn á öllum aldri. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Um vísindasmiðjuna:Markmið Vísindasmiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti, styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda og miðla […]