Náttúruljóð

Tónleikarnir leiða hlustendur inn í heillandi hljóðheim þar sem ólík tímabil, persónur og litbrigði fá að blómstra hvert á sínu sviði. Dagskráin spannar allt frá íslenskri tónsmíð til franskrar kammertónlistar og nútímalegs náttúrudans og gefur flautunni tækifæri til að sýna fullan breytileika sinn, frá barnslegri leikgleði til djúprar ljóðlistar. Kvöldið hefst með Tónamínútum Atla Heimis […]

Að endalokum

Að endalokum eru metnaðarfullir og kraftmiklir tónleikar sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hljóðfæraleikarar tónleikanna eru ungt og framúrskarandi tónlistarfólk frá Íslandi, Bandaríkjunum og Nýja Sjálandi. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af þremur meistaraverkum 20.aldarinnar. Þau eru öll skrifuð í kringum stríðsárin, en þar má þó sérstaklega nefna aðalverk tónleikanna, kvartett Messiaen fyrir endalok tímans. […]

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.  Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.