Jenny Rova og Jói Kjartans | Leiðsögn | Stara

Verið velkomin á spjall með Jenny Rova og Jóa Kjartans sunnudaginn 26. janúar kl. 14:00 í Gerðarsafni. Jenny og Jói eiga verk á samsýningunni Stara sem opnar 25. janúar í Gerðarsafni og er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Athugið að viðburðurinn mun fara fram á ensku. Jenny Rova (f. 1972) hefur búið í Zürich síðan 2001 […]

Sögufélag Kópavogs | Myndgreining

Þekkirðu ljósmyndina?Myndgreining með Símoni Hjalta Sverrissyni. Sögufélag Kópavogs stendur fyrir myndgreiningarviðburðum sem opnir eru almenningi, þar sem tækifæri gefst til að bera kennsl á myndefni úr fórum Sögufélags Kópavogs. Leitast er við að svara spurningunum um það hverjir eru á myndinni, hvar myndin er tekin og hvenær. Oftar en ekki koma í kjölfarið fleiri upplýsingar […]

Sögufélag Kópavogs | Myndgreining

Þekkirðu ljósmyndina?Myndgreining með Símoni Hjalta Sverrissyni. Sögufélag Kópavogs stendur fyrir myndgreiningarviðburðum sem opnir eru almenningi, þar sem tækifæri gefst til að bera kennsl á myndefni úr fórum Sögufélags Kópavogs. Leitast er við að svara spurningunum um það hverjir eru á myndinni, hvar myndin er tekin og hvenær. Oftar en ekki koma í kjölfarið fleiri upplýsingar […]

Getnaðarvarnir eftir fæðingu | Foreldramorgunn

Fræðsla og spjall um getnaðarvarnir eftir fæðingu. Brjóstagjöf, hormónagetnaðarvarnir og getnaðarvarnir án hormóna. Langtíma- og skammtíma getnaðarvarnir. Kostir og gallar. Steinunn Zophoníasdóttir er ljósmóðir og starfar bæði við fæðingar á LSH og við kvenheilsu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar sinnir hún meðal annars getnaðarvarnarráðgjöf og uppsetningu á getnaðarvörnum. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn […]

Ljóðaandrými | Dagar ljóðsins

Í ljóðaandrýminu er hægt að setjast niður í amstri dagsins, slaka á og njóta þess að hlusta á upptökur af nærandi ljóðaupplestri nokkurra skálda í notalegu umhverfi.  Ásdís Óladóttir hefur gefið út fjölda ljóðabóka. Fyrsta ljóðabók Ásdísar, Birta nætur, kom út hjá Andblæ árið 1995. Ásdís hefur einnig verið í ritnefnd Andblæs og setið í […]

Skáldin lesa | Dagar ljóðsins

Ljóðaupplestur á Bókasafni Kópavogs á Dögum ljóðsins.  Skáldin Guðrún Hannesdóttir, Halla Þórðardóttir, Jón Hjartarson og Linda Vilhjálmsdóttir lesa úr bókum sínum fyrir gesti og gangandi á notalegri ljóðastund á safninu. Léttar veitingar í boði. Frítt inn og öll velkomin. Viðburðurinn er liður í Dögum ljóðsins í Kópavogi 2025 sem styrktir eru af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Foreldramorgunn | Skyndihjálp

Ólafur Ingi Grettisson, slökkviliðsmaður og skyndihjálparkennari, kennir foreldrum helstu atriði í skyndihjálp. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

Fjölskyldutónleikar með Bríeti

Loksins heldur Bríet tónleika fyrir alla fjölskylduna 15. Mars 2025! Hææææ þetta er Bríet, ég veit að þið eruð búin að bíða lengi eftir fjölskyldu tónleikum og núna ætla ég að dansa með ykkur krökkunum! Ég ætla að fá vini mína Magnús Jóhann og Berg Einar til að spila með mér uppáhalds lögin mín og […]