Slökunarjóga

slökunarjóga

Jógakennarinn Kristín Harðardóttir býður upp á létt slökunarjóga á mánudögum. Tilvalið fyrir öll að mæta og fara slök inn í vikuna. Viðburðurinn fer fram í Huldustofu á þriðju hæð aðalsafns. Hvorki er þörf á íþróttaklæðnaði né jógadýnu. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

The Icelandic POP Orchestra – The Road to Abbey

The Icelandic Pop Orchestra verður á fjölum Salarins sunnudaginn 2. mars 2025. Þar flytur hljómsveitin sína eigin tónlist sem sprottin er úr sameiginlegum reynslubrunni, allt frá sjötta tug síðustu aldar. Flestir félagar hljómsveitarinnar eru fyrir löngu að góðu kunnir. Flestir þekkja gítarleikarana Björn Thoroddsen og Tryggva Hübner sem þekkja alla hljóma gítarsins, hljómborðsleikararnir Pétur Hjaltested […]

Fjölskyldutónleikar með Bríeti

Loksins heldur Bríet tónleika fyrir alla fjölskylduna 15. Mars 2025! Hææææ þetta er Bríet, ég veit að þið eruð búin að bíða lengi eftir fjölskyldu tónleikum og núna ætla ég að dansa með ykkur krökkunum! Ég ætla að fá vini mína Magnús Jóhann og Berg Einar til að spila með mér uppáhalds lögin mín og […]

Hvað eru garðfuglar?

Nú yfir hávetur þegar jörðin er frosin, heimsækja gjarnan litlir gestir garða borgarbúa í fæðuleit. Því er ekki úr vegi að spyrja „Hvað eru garðfuglar?“ og enn fremur „Hvað getum við gefið þeim að éta?“ Hlynur Steinsson, líffræðingur með meiru, ætlar að fræða okkur um garðfugla, fuglafóðrun og borgarvistfræði þeirra fuglategunda sem gera sig heimakomnar […]

Tunglið

Í fyrsta Vísindaskóla ársins 2025 nýtum við skammdegið og fræðumst tunglið okkar.  Langar þig að vita af hverju tunglið virðist stækka og minnka? Eða hvernig gígar þess verða til? Þá er þetta viðburður fyrir þig! Stjörnu-Sævar mun segja gestum frá undrum tunglsins. Viðburðurinn hefst kl. 16:15 með stuttri fræðslu, síðan fá gestir að taka þátt […]

Hugleiðing um Parabólu | Kristinn R. Þórisson

Verið velkomin á hugleiðingu Kristins R. Þórissonar um Parabólu, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Leiðsögnin fer fram miðvikudaginn 15. janúar klukkan 12:15. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og hefur rannsakað gervigreind í 30 ár. Um Parabólu:Finnbogi Pétursson […]

Dúskadýragerð

Verið velkomin í Náttúrufræðistofu til að búa til ykkar eigið dúskadýr og fræðast um ættingja þess! 🐢🦉 Júlía Kristín leiðir smiðjuna sem varir frá k. 13-15. Gestum er velkomið að koma þegar hentar á þessu tímabili og staldra við, stutt eða lengi. Viðburðurinn hentar vel börnum á aldrinum 4–12 ára, en allri fjölskyldunni er velkomið […]

Haltu mér – slepptu mér: Ofbeldi og vopnaburður ungs fólks

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Alvarleg ofbeldisbrot þar sem ungt fólk kemur við sögu virðast hafa aukist í íslensku samfélagi á síðustu árum. Þetta á bæði við um ofbeldi sem ungmenni […]

Haltu mér – slepptu mér: Tölvuleikir og tölvuleikjanotkun ungmenna

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Kristján Ómar Björnsson og Patrekur Gunnlaugsson, hjá grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði, ræða um skipulagt íþrótta- og tómstundastarf í kringum tölvuleiki í víðu og þröngu samhengi. Allt […]

Stara

Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins í samsýningunni Stara sem opnar í Gerðarsafni á Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaus viðföng ljósmyndarans heldur aðalleikararnir í […]

Haltu mér – slepptu mér: Hinseginleikinn og ungmenni

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Í dag eru sífellt fleiri opin fyrir því að börn og unglingar eru alls konar og ungmenni líklegri til að koma fyrr út úr skápnum en […]

Leslyndi með Jónínu Leósdóttur

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Jónína Leósdóttir, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í janúarbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor. Aðgangur er ókeypis og öll […]