Rut Sigurðardóttir

Rut Sigurðardóttir B.Mus. Hljóðfæraleikur Rut er fædd 25. janúar árið 2002. Hún hóf hljóðfæranám 3 ára í Suzuki fiðlunámi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en skipti 6 ára yfir á selló og lærði þar hjá Grétu Rún Snorradóttur til ársins 2017. Árið 2018 hóf Rut nám í Menntaskólanum í Tónlist og lauk þaðan framhalds -og burtfararprófi á […]
Helga Guðný Hallsdóttir

Helga Guðný HallsdóttirB.Mus.Ed. Klassísk söng- og hljóðfærakennsla Helga Guðný byrjaði 8 ára að læra á selló í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og var þar lengst nemandi hjá Bryndísi Björgvinsdóttur. Árið 2022 hóf hún nám við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Sigurðar Bjarka Gunnarssonar. Meðfram sellónáminu hefur Helga sungið í þónokkrum kórum, m.a. Hamrahlíðarkórnum og kammerkórnum Huldi, og hefur […]
FRAMEFTIR – MA tónsmíðar

Adda Ingólfs HeiðrúnardóttirMA Tónsmíðar Adda Ingólfs Heiðrúnardóttir er tón- og söngvaskáld. Hún nam sónólógíska raftónlist við Konunglega tónlistarháskólann í Haag og heimspeki og kynjafræði á Íslandi, í Hollandi og Búdapest. Í tónsmíðum sínum rannsakar hún tengsl og tengslarof við íslenska tónlistarsögu, einkum kvæðalagahefðina sem blómstraði í torfbæjarmenningunni. Segja má að hún komi sér fyrir innan […]
Íris Orradóttir

Íris OrradóttirB.Mus. Hljóðfæraleikur Íris Orradóttir fæddist í Reykjavík 27. apríl 2002. Sjö ára flutti Íris, sem þá hafði búið í Noregi í nokkur ár, til Akureyrar og hóf hún þar tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Fyrstu tíu árin nam hún á klarínettu undir handleiðslu Jacub Kolokowski. Árið 2019 hóf Íris að læra hjá Michael Dean […]
Leiðsögn um Barböru | Jón Proppé

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna Barböru með Jóni Proppé listheimspekingi miðvikudaginn 14. maí kl. 12.15 í Gerðarsafni. Leiðsögnin er liður í viðburðarröðinni Menning á miðvikudögum og er styrkt af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar. Barbara Árnason spratt upp úr einu myndlistarumhverfi og skaut rótum í öðru. Hún var fædd í Hampshire í Suður Englandi árið […]
Leiðsögn sýningarstjóra | Guðrún Bergsdóttir og Barbara

Verið velkomin á leiðsögn um Guðrúnu Bergsdóttur og Barböru sunnudaginn 4. maí kl. 14:00 í Gerðarsafni. Hildigunnur Birgisdóttir er sýningarstjóri á yfirlitssýningu á verkum Guðrúnar og Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir eru sýningarstjórar Barböru. Guðrún Bergsdóttir: Gerðarsafn heiðrar Guðrúnu Bergsdóttur (1970–2024) og listferil hennar með yfirlitssýningu í sýningarstjórn Hildigunnar Birgisdóttur. Samhliða sýningunni kemur út bókin […]
Margrét Björk Daðadóttir

Margrét Björk DaðadóttirB.Mus. Söngur Margrét Björk Daðadóttir hóf söngferil sinn 13 ára gömul í Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Haustið 2015 hóf hún nám í Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Hörpu Harðardóttur og Hólmfríðar Sigurðardóttur og kláraði þar framhaldspróf. Hún hóf nám á söngbraut í Listaháskóla Íslands haustið 2022 hjá Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristni […]
Bryndís Ásta Magnúsdóttir

Bryndís Ásta MagnúsdóttirB.Mus. Söngur Bryndís Ásta Magnúsdóttir (f. 2003) byrjaði að læra á selló sex ára gömul en hóf söngferil sinn við heimkomu frá búsetu í Svíþjóð, þar sem hún ólst upp. Fimmtán ára gömul fór hún að læra klassískan söng undir handleiðslu Guðrúnar Jóhönnu Jónsdóttur, Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur og Þóru Björnsdóttur í Tónlistarskóla Garðabæjar, […]
Katrín Karítas Viðarsdóttir

Katrín Karítas ViðarsdóttirB.Mus.Ed. Klassísk söng- og hljóðfærakennsla Katrín Karítas hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akureyri þegar hún var fimm ára gömul. Þar æfði hún á píanó, fiðlu og síðan víólu en víólan er hennar aðal hljóðfæri í dag. Haustið 2021 hóf hún bakkalár nám við Listaháskóla Íslands í Klassískri hljóðfærakennslu á víólu undir leiðsögn Þórunnar […]
Diljá Finnsdóttir

Diljá FinnsdóttirB.Mus.Ed. Klassísk söng- og hljóðfærakennsla Diljá hóf fiðlunám í Tónlistarskólanum á Akureyri fjögurra ára gömul og útskrifaðist þaðan með framhaldspróf vorið 2020 undir handleiðslu Mögnu Guðmundsdóttur. Hún bætti við sig námi í víóluleik seinustu árin sín í Tónlistarskólanum hjá Eydísi S. Úlfarsdóttur og tók miðpróf vorið 2020. Haustið 2021 hóf Diljá bakkalárnám í klassískri […]
Kristrún Guðmundsdóttir

Kristrún GuðmundsdóttirB.Mus. Söngur Kristrún Guðmundsdóttir hóf nám í fiðluleik sjö ára gömul í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hún fór einnig snemma að syngja í kórum og var lengst í Stúlknakór Reykjavíkur. Formlegt söngnám Kristrúnar hófst í janúar 2021 í Söngskóla Sigurðar Dementz undir handleiðslu Signýjar Sæmundsdóttur og Antoniu Hevesi. Vorið 2022 lauk hún miðprófi í […]
Arnar Geir Halldórsson

Arnar Geir HalldórssonB.Mus.Ed. Klassísk söng- og hljóðfærakennsla Arnar Geir Halldórsson er fæddur í Keflavík árið 2001. Hann hóf nám í sellóleik við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2009 og lauk framhaldsprófi þaðan í maí 2021. Hann naut leiðsagnar Pawels Panasiuk í upphafi náms síns en síðan tók Gréta Rún Snorradóttir við sem aðalkennari hans allt til útskriftar. […]