Rómantískir risar

Nýtt píanótríó, skipað Geirþrúði Önnu Guðmundsdóttur sellóleikara, Herdísi Mjöll fiðluleikara og Liam Kaplan píanóleikara, flytur glæsilega efnisskrá sem hverfist um stórbrotið píanótríó Schuberts. Glænýtt verk eftir Liam Kaplan og píanótríó Clöru Schumann en bæði eru þau innblásin af tríói Schuberts. Á undan tónleikunum, kl. 13, verður boðið upp á tónleikaspjall í fordyri Salarins þar sem […]
Ljóssprengja í myrkrinu

Davíð Þór Jónsson lýsir upp myrkrið á vetrarsólstöðum í Salnum. Sérstakur gestur er listamaðurinn Ragnar Kjartansson. Davíð Þór Jónsson (f. 1978) skipar einstakan sess í íslensku tónlistarlífi og þótt víðar væri leitað. Tónlistariðkun hans smýgur undan skilgreiningum; hann er tónskáld, píanóleikari, gríðarlega fjölhæfur hljóðfæraleikari, spuna- og gjörningalistamaður, útsetjari og hljómsveitarstjóri sem á að baki ótrúlega […]
Textarnir hans Jónasar Friðriks

Jónas Friðrik skildi eftir sig ótrúlegt safn texta og ljóða sem fyrir löngu hafa orðið þjóðargersemar. Hann samdi fyrir Ríó Tríó, B.G og Ingibjörgu, Björgvin Halldórsson o.fl. o.fl. ‘Ég skal syngja fyrir þig, Eina nótt, Tár í tómið, Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá, Gullvagninn og Góða ferð’ eru meðal þeirra laga […]
Lesið á milli línanna

Á fyrsta fundinum okkar á nýju ári spjöllum við um jólabækurnar og höfum það notalegt saman. Hjartanlega velkomnar! Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins. Allar […]
Vínartónleikar Elju

Kammersveitin Elja býður upp á hátíðlega tónlistarveislu í Salnum þann 30. desember þar sem fluttir verða vínarvalsar í boði seinni Vínarskólans ásamt öðrum glæsilegum kammerverkum frá 20. öld.
Foreldramorgunn í Gerðarsafni

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns, tvo fimmtudaga í mánuði.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Tilvalið tækifæri til að hitta aðra foreldra með ung börn og dvelja á safninu í ró og næði.
Ljósasmiðja | Fjölskyldustund á laugardegi

Verið velkomin á skemmtilega ljósasmiðju laugardaginn 7. desember frá 13-15 í Gerðarsafni. Helga Páley myndlistarmaður sér um smiðjuna og gerir allskonar tilraunir með ljósum með börnum. Lýsum upp skammdegið! Smiðjan hefst klukkan 13 og varir til klukkan 15. Á þeim tíma er hægt að koma hvenær sem er og dvelja eins lengi og hentar hverjum […]
Happdrætti| Jólabingó í NátKóp

Komdu á Náttúrufræðisstofu og taktu þátt í jólabingói!Öll fyrirbærin á bingóspjaldinu má finna einhverstaðar í sýningunni okkar. Aftan á því er svo smá fróðleikur um hvert og eitt þeirra og jafnvel vísbendingar. Fundvísir þátttakendur eiga síðan möguleika á því að vinna jólaglaðning! Munið bara að skrifa nafn og tengiliðaupplýsingar á miðann og skila honum í […]
Mozart við kertaljós í Kópavogskirkju

Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og verða tónleikarnir í Kópavogskirkju föstudaginn 20. desember kl. 21.00. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í þrjátíu og tvö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason […]
Farið yfir ferilinn

Mjöll Hólm er líklega sú söngkona hérlendis sem hefur átt hvað lengstan söngferil en hún hefur sungið opinberlega frá árinu 1959 til dagsins í dag, svo gott sem samfleytt. Mjöll hefur sent frá sér tvær stórar plötur og tvær litlar en frægast laga hennar er án nokkurs vafa stórsmellurinn Jón er kominn heim sem hefur […]
Jólajazz bæjarlistamannsins

Kristófer Rodriguez Svönuson, slagverks- og trommuleikari og bæjarlistamaður Kópavogsbæjar býður til aðventutónleika á aðventuhátíð. Á boðstólum verður fjölbreytt tónlist úr klassískum jólakvikmyndum og plötum sem á það sameiginlegt að vera vel grúví. Tónlistin ætti að höfða jafnt til dansglaðra sem og þeirra sem líður best sitjandi með kakó og fætur upp í loft. Hljómsveitina skipa […]
Together | Fjöltyngd brúðusmiðja

Verið velkomin í fjöltyngda brúðusmiðju á Aðventuhátíð Kópavogs laugardaginn 30. nóvember frá kl. 14:00-16:30 í Gerðarsafni. Í smiðjunni fá þátttakendur tækifæri til að búa til sínar eigin brúður úr alls kyns litríkum og skemmtilegum efnivið undir leiðsögn listamannanna Styrmis Arnar Guðmundssonar og Agötu Mickiewicz sem tala íslensku, ensku og pólsku. Smiðjan er opin gestum á […]