Hádegisjazz FÍH

Annað árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru […]
Einar Falur | Menning á miðvikudögum

Einar Falur ljósmyndari verður með leiðsögn um sýninguna Störu í Gerðarsafni miðvikudaginn 29. janúar kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin. Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins á sýningunni sem er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025.Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að […]
Matarnýting

Viltu læra að nýta afganga og mat betur? Guðrún Sigurgeirsdóttir er matreiðslukennari í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík og er mikill viskubrunnur um eldamennsku, nýtingu matvæla og allt sem viðkemur eldhúsinu, mat og matreiðslu. Hún ætlar að kenna okkur um nýtingu matvæla og gefa okkur hugmyndir að því hvað við getum eldað úr ísskápnum og þannig hjálpa […]
Leslyndi með Guðmundi Andra

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í febrúarbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor. Aðgangur er ókeypis og […]
Stórtónleikar með Watachico á Safnanótt

Kristofer Rodríguez Svönuson, bæjarlistamaður Kópavogs, kynnir glænýja tónlist undir nafninu Watachico á stórtónleikum í Salnum á Safnanótt. Í tónlist sinni kannar Kristofer tónlistarhefðir Suður-Ameríku á sinn persónulega máta og bræðir inn í hljóðheim sinn. Útkoman er slagverksdrifin spunatónlist sem þræðir línuna á milli síkadelískrar latíntónlistar og sálma. Með Kristofer kemur fram stórskotalið tónlistarfólks, þau Birgir […]
Söngstund með Margréti Eir

Tónlistarkonan Margrét Eir kemur fram á notalegri söngstund á Bókasafni Kópavogs og flytur skemmtileg lög og ljóð úr öllum áttum í tilefni af Dögum ljóðsins í Kópavogi. Með henni leikur Ingvar Alfreðsson á píanó. Yndisleg fjölskyldustund fyrir allar kynslóðir. Ókeypis inn og öll hjartanlega velkomin. Viðburðurinn fer fram á jarðhæð Bókasafns Kópavogs / Náttúrufræðistofu. Tónleikarnir […]
Ljóðakvöld Blekfjelagsins

Verið innilega velkomin á ljóðakvöld Blekfjelagsins. Viðburðurinn fer fram í forsal Salarins og er haldinn í samstarfi við Kópavogsbæ í tilefni af Dögum ljóðsins 2025. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Blekfjelagið er nemendafélag ritlistarnema í Háskóla Íslands. Fjelagið stendur fyrir ýmsum viðburðum og útgáfu. Fram koma Elín Elísabet Einarsdóttir, Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, Sunna Dís […]
Heimstónlist á Safnanótt

Seiðandi ensk þjóðlög hljóma á þessum síðkvöldstónleikum á Safnanótt í túlkun hins einstaka tónlistarmanns Chris Foster. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Chris Foster er frá enskur þjóðlagasöngvari og gítarleikari sem hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 2004. Hann telst brautryðjenda á sviði enskrar þjóðlagatónlistar þar sem hann setur gömul ensk þjóðlög í […]
Sokkalabbarnir | Sögustund á Safnanótt

Sögustund í barnadeild bókasafnsins á Safnanótt. Þorvaldur Davíð les úr Sokkalöbbunum á Safnanótt kl. 18:00. Aðgangur ókeypis og öll innilega velkomin. Viðburðurinn er liður í dagskrá Safnanætur í Kópavogi sem styrkt er af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar. Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og […]
List og náttúra

List og náttúra er einföld smiðja einn miðvikudag í mánuði frá kl. 16-17 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Börnin vinna með náttúrulegan efnivið undir leiðsögn myndlistarkennara og skapa […]
Lesið á milli línanna

Á fundinum 8. maí tökum við fyrir bókina Kul eftir Sunnu Dís Másdóttur. Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins. Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. […]
Lesið á milli línanna

Á fundinum 3. apríl tökum við fyrir bókina Þessir djöfulsins karlar eftir Andrev Walden. Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins. Allar konur velkomnar á meðan húsrúm […]