Ef ég væri grágæs | leiksýning

Ef ég væri grágæs – Við fögnum sumrinu með leiksýningu í barnadeild.  Grjótgerður var afar merkileg lítil vera, grá á litin, alveg eins og steinn. Hún bjó efst uppi á fjalli þaðan sem hún horfði yfir litríka veröldina. En hún var leið og þung á brá, því hún var bara grá, og henni var farið […]

Kort og kórónur í vetrarfríinu

Komdu og föndraðu kórónur og kort eða jafnvel bókamerki, og skreyttu með úrklippum úr gömlum bókum. Myndakassi verður á staðnum og hægt að taka af sér skemmtilegar myndir. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir Smiðjan verður haldin í Tilraunastofunni á fyrstu hæð safnsins. 

Y gallery á Safnanótt

Opið verður til klukkan 21 í Y galleríy á Safnanótt en þar stendur nú yfir sýning Arnfinns Amazeen, Nokkurskonar samheiti. Titillinn á sýningunni, Nokkurskonar samheiti, er fenginn að láni frá íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar, þar sem að setningin nokkurs konar samheiti fengin með vélrænum hætti er notuð til að skýra skyldleika orðanna sem birtast í teikningunum. […]

Sundlaugafjör í Salalaug

Í tilefni af Vetrarhátíð verður boðið upp á sundlaugafjör í Salalaug, laugardaginn 8. febrúar frá klukkan 13:30 – 15:30. DJ Sunna Ben, einn þekktasti plötusnúður landsins, þeytir skífum og trúðavinkonurnar Silly Suzy og Salamala lífga upp á daginn með busli, trúðalátum og samhæfðum sundtökum. Ókeypis verður í sund á þessum tíma og Emmess býður upp […]

Rósa og Rauða serían

Komdu að eiga rómantíska hádegisstund á Bókasafni Kópavogs á Valentínusardaginn. Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir er goðsögn, en hún gaf út Rauðu seríuna í 38 ár og urðu titlarnir um 2.300 talsins. Rósa verður gestur á Bókasafni Kópavogs á Valentínusardaginn, les upp úr bókunum og spjallar um tilurð bókanna. Frítt inn og öll velkomin.

Marokkósk matar- og menningarhátíð

Félag kvenna frá Marokkó heldur marokkóska matar- og menningarhátíð á Bókasafni Kópavogs. Boðið verður upp á henna tattoo, kennslu í arabísku letri, marokkóskar kökur og te, tónlist og sögustund á arabísku, öll velkomin. يسرّنا دعوتكم للاحتفال بعيد الفطر المبارك ‎احتفالًا بهذه المناسبة السعيدة، تدعوكم جمعية النساء المغربيات في آيسلندا لحضور مهرجان الثقافات المغربية في مكتبة […]

Aðstoð við skattframtal 

Margrét V Friðþjófsdóttir, viðurkenndur bókari og Soumia L. Georgsdóttir, viðskiptafræðingur bjóða upp á aðstoð við að gera skattframtal fyrir einstaklinga, fimmtudaginn 6. mars frá 17:00-20:00 á Bókasafni Kópavogs. Aðstoðin er fólki að kostnaðarlausu. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið eyrun.osk@kopavogur.is, öll velkomin. Aðstoðin fer fram í Tilraunastofu á fyrstu hæð. […]

Ljóðastund með Arnari Jónssyni í Hljóðbókasafninu

Arnar Jónsson leikari og ljóðaunnandi býður upp á lifandi ljóðastund á Hljóðbókasafni Íslands á Safnanótt. Þar flytur hann ljóð úr ólíkum áttum, íslensk og útlend, þekkt og utan alfaraleiðar, glaðleg ljóð, harmþrungin, kraftmikil og kyrrlát; ólík að eðli og inntaki en eiga það sammerkt að hafa snert við honum og verið honum hugleikin. Arnar hefur […]

Sunnanvindur – Eftirlætislög Íslendinga

Á tónleikunum Sunnanvindur flytja tveir af okkar ástsælustu söngvurum, Grétar Örvarsson og Páll Rósinskrans, eftirlætislög Íslendinga ásamt söngkonunni og fiðluleikaranum Unni Birnu Björnsdóttur. Fluttar verða dægurperlur sem hafa lifað með þjóðinni og flust á milli kynslóða.  Hljómsveit:Þórir Úlfarsson: píanóHaukur Gröndal: blásturshljóðfæriPétur Valgarð Pétursson: GítarEiður Arnarsson: bassiSigfús Óttarsson: trommur Umsjón: Grétar Örvarsson

Rauðkálsgaldur

Rauðkálsgaldur er fjölskyldusmiðja þar sem börnum og fullorðnum býðst að læra um efnafræði í gegnum list og leik. Þáttakendur fá að sulla með vökva sem skiptir um lit og mála með galdramálningu. Hentar öllum aldurshópum. Jóhanna Ásgeirsdóttir myndlistamaður og kennari leiðir smiðjuna, sem stendur frá kl. 13-15, í Tilraunastofu á Náttúrufræðistofu Kópavogs. Verið hjartanlega velkomin! […]

Gjörningafestival | Leið #1 | Safnanótt

Gjörningafestival

Velkomin á opnunarkvöld gjörningafestivals Gerðarsafns og Hamraborg Festivals á Safnanótt, 7. febrúar kl. 21:00-23:00. Viðburðurinn er sá fyrsti í gjörningafestivali sem teygir sig yfir allt árið 2025. Listamenn á Gjörningafestival I Leið #1: Hrefna Lind Lárusdóttir Ásdís Sif Gunnarsdóttir Curro Rodriguez Tara Njála Ingvarsdóttir & Silfrún Una Guðlaugsdóttir Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar styrkir safnanótt í Kópavogi.

Grímuföndur á Safnanótt

Komdu og búðu þér til grímu á Safnanótt! Boðið verður uppá grímuföndur fyrir alla aldurshópa, glimmerlím, fjaðrir og alla heimsins liti svo þú skartir þínu fegursta á Safnanótt. Föndrið verður á 1. hæð, Bókasafnsins og Náttúrufræðistofu.Allur efniviður og leiðbeiningar á borðnum á staðnum. Aðgangur er ókeypis! Öll hjartanlega velkomin! Viðburðurinn er liður í dagskrá Safnanætur […]