26.apr 13:00 - 15:00

Together – Úkraínsk klippimyndasmiðja – Pysanka

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Velkomin í fjöltyngda klippimyndasmiðju!

Í þessari spennandi smiðju verður gestum boðið að búa til sínar eigin klippimyndir þar sem við munum blanda saman myndum af úkraínskri náttúru og dýrum, og fyrir þau sem vilja, einnig myndum af hefðbundnum úkraínskum páskaeggjum sem kallast Pysanka.

Saman munum við fræðast um úkraínskar páskahefðir og uppgötva sögu Pysanka, en í Úkraínu eru páskarnir haldnir hátíðlegir í mun lengri tíma en á Íslandi.

Leiðbeinendur smiðjunnar eru listamennirnir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Iryna Kamienieva, úkraínskur listamaður og sýningarstjóri sem hefur verið búsett á Íslandi undanfarin þrjú ár.

Smiðjan er opin gestum á öllum aldri og engrar sérstakrar kunnáttu krafist, en gert er ráð fyrir að börn séu í fylgd með fullorðnum.

Gestum er velkomið að kíkja við hvenær sem er á meðan á smiðjunni stendur. Tungumál smiðjunnar eru úkraínska, íslenska og enska.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Together sem er skipulögð af Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við GETU – hjálparsamtök. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum.

Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði og Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

23
júl
Gerðarsafn
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Gerðarsafn
20
ágú
02
nóv
Gerðarsafn
20
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira