Draugasögustund

Draugasögustund fyrir fullorðna með Hönnuh Rós Sigurðardóttur Tobin, á löngum fimmtudegi 31. október á Hrekkjavökunni. Hefur þú séð draug? Hefur þú upplifað eitthvað undarlegt? Viltu deila þinni sögu með öðrum? Komdu á draugasögustund á Bókasafninu og skiptumst á æsispennandi draugasögum. Hannah mun leiða sögustundina og byrja á að segja gestum nokkrar skemmtilegar draugasögur úr ýmsum […]
Flóra mannlífsins | Saga mín

Saga mín Sigríður Láretta Jónsdóttir ræðir við feðga frá Venezúela um ferðalag þeirra sem flóttamenn og tengsl föðurins við Ísland á níunda áratugnum. Viðburðurinn verður á ensku og spænsku. Flóra mannlífsins er erindaröð um ólíka menningarheima á Bókasafni Kópavogs og er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi. Verkefnið er styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus og snýr […]
Flóra mannlífsins | Arfleifð

Ferð í gegnum arfleifð og persónulega uppgötvun Jasmina Vajzovic deilir sögum frá heimalandi sínu Bosníu og Hersegóvínu, ræðir helgisiði, hátíðahöld og hversdaglegar venjur sem gera menningu hennar einstaka. Fyrirlesturinn gefur innsýn í hefðir, gildi og sögur Bosníu og Hersegóvínu og djúpstæð áhrif þessarar arfleiðar á fyrirlesarann. Flóra mannlífsins er erindaröð um ólíka menningarheima á Bókasafni […]
Flóra mannlífs | Austræn menning

Austræn menning / Session on Estern Cultures ATH! að erindið fer fram á ensku Sali Salem Alazzani verður með erindi um austræna menningu og þau austrænu menningarsamfélög sem hafa sest að á Íslandi. Sali starfar sem innflytjenda- og flóttamannasérfræðingur hjá fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar. Hún er með meistaragráðu í alþjóðlegum samningarviðræðum á átakasvæðum. Flóra mannlífsins er erindaröð […]
Flóra mannlífsins

Friðarheimspeki búddismans Eyrún Ósk Jónsdóttir rithöfundur verður með erindi um friðarheimspeki búddismans en hún er alin upp í búddatrú. ,,Eitt einstakt líf, vegur þyngra en allur alheimurinn.“ Te, vatn og sætur biti í boði. Aðgangur ókeypis og öll velkomin. Flóra mannlífsins er erindaröð um ólíka menningarheima á Bókasafni Kópavogs og er hluti af verkefninu Bókasafnið […]
Konunglegur fyrirlestur

Langur fimmtudagur Guðný Ósk Laxdal er sérfræðingur í málefnum kóngafólks og er með Instagram-reikninginn Royal Icelander þar sem hún deilir reglulega fréttum og fróðleik um konungsfjölskyldur heimsins. Hún skrifaði BA-ritgerð sína um nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar og er oft álitsgjafi fjölmiðla á Íslandi um það sem er að gerast í konunglega heiminum. Te og breskar veitingar […]
Friðarjól

Kristín Stefánsdóttir mætir aftur í Salinn með jólatónleika sína, Friðarjól. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Stefán Hilmarsson en Unglingakór Kársnesskóla mun einnig syngja með þeim. Tónleikar Kristínar hafa gjarnan verið rómaðir fyrir afslappað andrúmsloft, metnaðarfullar útsetningar og vandaðan flutning. Kristín hefur sungið sig inn í hjörtu þúsunda landsmanna með einstakri sviðsframkomu og útgeislun. Stefán Hilmarsson […]
Af ýmsum gerðum I Stúdíó JÁH Jóhanna Ásgeirsdóttir, Ásgerður Heimisdóttir

Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber. Við notum verkin hennar sem skapalón eða stillansa. Við fyllum upp í neikvæða rýmið í fíngerðu málmskúlptúrum hennar með okkar eigið […]
Melodic Embrace I Emil Gunnarsson

Melodic Embrace er gagnvirkur tónskúlptúr sem skapaður er úr stálpípum og við.Skúlptúrinn býður gestum að hjúfra sig í hljóðrænum faðmi, leika sér, finna ró og spila tóna sem skapa eins konar hljómhvelfingu. Sefandi samhljómur pípanna skapar ákafa samræðu við hljóðmyndir umhverfisins, fuglasöng og barnahlátur, og örvar hugleiðingar um hljóðrænan griðastað. Melodic Embrace endurómar tónlistaruppeldi Emils […]
Ljósbrot I Antonía Berg, Íris María Leifsdóttir, Vikram Pradhan

Antonía Berg, Íris María Leifsdóttir og Vikram Pradhan voru á Grænlandi, þar sem þungsteinn (e. Tungsten) finnst, sandurinn sækist í segul og láta þau sandinn dansa á Hverasalts kristöllum sem vaxa í Brennisteinsfjöllum. Þau bjóða áhorfendum skoða hulinn heim kristalla og þungsteins með smásjá.Sýningin samanstendur af ljósmyndum, vídeóverki, vörpun, skúlptúrum með kristöllum og þungstein.Sjáum það […]
Loud Cows: Hinsegin bókasafn

Garg útgáfa, í samstarfi við bókmenntahátíðina Queer Situations, opnar hinsegin bókasafnið Loud Cows: A Queer Library á Bókasafni Kópavogs. Garg leitaði til almennings eftir hinsegin efni sem ekki væri venjulega að finna á hefðbundnum bókasöfnum. Fólk gat skilað inn bók, ástarbréfi, ritgerð, nemendaverkefni eða hverju sem því þótti eiga heima á hinsegin bókasafni. Efnið sem […]
Pönkganga með dr. Gunna

Í kringum árið 1980 varð Kópavogur vagga pönksins og Félagsheimilið í Kópavogi helsti vettvangur þess. Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, tók virkan þátt í tónlistarsenunni í Kópavogi og leiðir hér rómaða göngu um söguslóðir pönksins. Gangan hefst við Bókasafn Kópavogs. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis. Dr. Gunni (Gunnar Lárus Hjálmarsson) er fæddur í Kópavogi […]