Open mic fyrir konur og kvár á Krónikunni

Verið velkomin á „open mic“ fyrir konur og kvár á Krónikunni í Gerðarsafni miðvikudaginn 19. júní kl. 17-19 í tilefni af kvenréttindadeginum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur og baráttukona, flytur tölu og heldur utan um viðburðinn. Sviðið verður opið og konur og kvárum boðið að koma fram og flytja ljóð, fyrirlestur, gjörninga, stand-up eða hvað sem er […]
Aukalag -Kvöldstund

Egill Gauti & Elías Geir Aukalag er hlaðvarpssería í 4 hlutum í umsjá Egils Gauta og Elíasar Geirs. Í hverjum þætti velja þeir félagar sér eina hljómplötu til þess að rýna í og greina og leggja þeir svo fyrir sig verkefnið að búa til eitt frumsamið aukalag á plötuna. Fjallað verður um hljóðheim platnanna, söngtexta, […]
Hlæja og gráta

Grímur Smári Hallgrímsson og Katla Yamagata Leikhópurinn Hlæja og gráta vinnur í sumar að leiksýningu um vini. Í einföldu máli kennir verkið áhorfendum að eiga vin. Þau munu leitast við að svara spurningum sem brenna á þeim, eins og t.d. “viltu gera eitthvað?” eða “nennirðu að hætta?”. Leikhópurinn vill upphefja hið hversdagslega með húmor í […]
Krullurnar þrjár

Anya Hrund Shaddock, Benedikt Gylfason og Kjalar Martinsson Kollmar Þríeykið vinnur að gerð stuttskífu í sumar. Lögin eru með íslenskum textum og í diskó-fönk stíl í anda ABBA, Boney M, Bee Gees og Earth, Wind and Fire. Hópurinn sér um að semja, útsetja og taka upp plötuna. Í ferlinu munu þau kynna sér ýmsa góða […]
Stupid Cupid

Erla Hlín og Baldur Skúlason Verkefnið Stupid Cupid er safn af ástarlögum sem fylgja sambandi frá byrjun til enda, frá fyrstu kynnum til sambandsslits, samin og flutt af Erlu Hlín og Baldri Skúlasyni. Erla og Baldur flytja ástarlögin sem þau hafa samið í sumar á tónleikum í Sundlaug Kópavogs 23. júlí. Þau lofa góðri, heitri […]
Viskustykki

Guðný Margrét Eyjólfsdóttir og Iðunn Gígja Kristjánsdóttir Listadúóið Viskustykki sýnir eggjandi vídeó og fremur alræmdan eggja gjörning, algjört áhættuatriði! Einbeitingin er í hámarki, en það er samt aldrei stutt í glensinn hjá þessum tveim. Gjörningurinn fer fram klukkan 12 að hádegi, en innsetningin stendur yfir út daginn Viskustykki er hugarfóstur Guðnýjar Margrétar og Iðunnar Gígju. […]
Hula

Íris Eva Ellenardóttir Magnúsdóttir Verkefnið hula er skúlptúrasería sem er innblásin af álfum og huldufólki. Viðfangsefnin eru óræð og dulúðarfull. Hulin, ósýnileg, en samt til staðar og skúlptúr er tilvalin miðill til þess að tjá hinn hliðstæða og falda, heim sem álfar og huldufólk tilheyra. Efniskennd skúlptúranna mun einkennast af mýkt og sveigjanleika. Textíllinn er […]
Bacterial girls

Bacterial Girls halda smiðju þar sem hægt verður að koma með eigin bol og veita honum nýtt líf. Þær nota sólarprent aðferð með myndum af bakteríusýnum frá kennileitum í Kópavogi og prenta þær á boli. Þær hvetja ykkur til að koma með eigin bol en það er einnig hægt að að kaupa hvítann bómullarbol á […]
Orðaskipti

Melkorka Gunborg Briansdóttir, Júlía Gunnarsdóttir og Stefanía Stefánsdóttir Verið öll velkomin á hádegisviðburð Orðaskipta í Gerðarsafni. Fimmtudaginn 18. júlí klukkan 12 verður ein fjögurra stuttmynda þeirra Júlíu, Melkorku og Stefaníu í skapandi sumarstörfum sýnd á neðri hæð safnsins, í rýminu bak við stigann. Í myndinni Busl er kafað djúpt ofan í þjóðarsálina, en sundmenningin er […]
Rólegan æsing

Verkefnið Rólegan Æsing er dansverk sem þær Birta Ásmundsdóttir og Inga María Olsen munu vinna að í sumar. Þær voru sendar í skammarkrókinn, eins og oft áður. Reglurnar í skammakróknum eru skýrar en alls ekki skemmtilegar, allavega að þeirra mati. En, í þetta skiptið eru þær ekki einar þar sem að þið voruð öll send […]
Stefán Hilmarsson | Af fingrum fram í 15 ár

Forsala stendur til 10.ágúst 2024.
Salka Sól | Af fingrum fram í 15 ár

Forsala stendur til 10. ágúst 2024!