07.feb 18:00 - 21:00

Y gallery á Safnanótt

Menning í Kópavogi

Opið verður til klukkan 21 í Y galleríy á Safnanótt en þar stendur nú yfir sýning Arnfinns Amazeen, Nokkurskonar samheiti.

Titillinn á sýningunni, Nokkurskonar samheiti, er fenginn að láni frá íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar, þar sem að setningin nokkurs konar samheiti fengin með vélrænum hætti er notuð til að skýra skyldleika orðanna sem birtast í teikningunum.

Myndefni teikninganna er sömuleiðis einskonar samheiti, en efnið er allt uppfyllingarefni, grafík og skreytingar úr íslenskum dagblöðum frá lok 8. og byrjun 9 áratugar síðustu aldar. Grafíkin hafði enga beina tengingu við efnið sem það fylgdi, heldur var eingöngu til þess fallið að skreyta og aðskilja blaðagreinar og auglýsingar hverja frá annarri.

Arnfinnur Amazeen (f. 1977, Akranesi), stundaði nám við Listaháskóla Íslands og lauk framhaldsnámi frá Glasgow School of Art.

Valdar sýningar: Stagnant water, Rooftop International, Kaupmannahöfn (2020), Normið er ný framúrstefna, Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs (2017), Undirsjálfin vilja vel, Listasafn Reykjavíkur (2016), Kollektiv, Grafikernes hus, Kaupmannahöfn (2013), EXKURS – Isländische Kunst in außergewöhnlichen Zeiten, Norrænu sendiráðin í Berlín, og Darkness carried in (again), Kling and Bang Gallery, Reykjavík (bæði 2010).

Arnfinnur hefur búið og starfað í Kaupmannahöfn síðan 2006.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
16
mar
Salurinn
17
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

17
mar
Bókasafn Kópavogs
17
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
12:00

Qigong

18
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
17:00

Macramé

Sjá meira