Einar Aron á Sundlauganótt

Einar Aron er einn yngsti töframaður landsins en hefur þrátt fyrir það komið víða við og skapað sér nafn sem eftirsóttur töframaður, bæði meðal barna og fullorðinna. Hann á að baki á annað þúsund töfrasýningar og hefur kennt um 3.500 manns á öllum aldri, töfrabrögð. Einar Aron lofar frábærri skemmtun á Sundlauganótt í Sundlaug Kópavogs. […]

Leiðsögn | Unnar Örn Auðarson

Unnar Örn Auðarson myndlistarmaður verður með leiðsögn um Venjulega staði og rýnir í sýninguna fyrir gesti. Unnar Örn útskrifaðist árið 1999 frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi við Listaháskólann í Malmö 2003. Í myndlist sinni vinnur Unnar Örn með frásagnir og merkingu sögunnar og gefur fundnu efni samhengi og nýja þýðingu innan ramma […]

Stjörnuskoðun með Sævari Helga

Skyggnst verður upp í himininn á Safnanótt ásamt Sævari Helga Bragasyni, spáð í stjörnur og Júpíter skoðaður í gegnum sjónauka. Viðburðurinn fer fram við Náttúrufræðistofu Kópavogs og öll hjartanlega velkomin.

List og náttúra

Nú verður boðið upp á einfaldar smiðjur eða leiðsögn fyrir börn miðvikudaga frá kl. 15-17 í Gerðarsafni. Verkefnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs og gengur undir heitinu List og náttúra. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjurnar. Fjölskyldur geta […]

Tilraunakvöld í Molanum á Safnanótt

Á Safnanótt föstudagskvöldið 2. febrúar kl 21:00 verður haldið tilraunakvöld listamanna í Molanum. Þetta er þriðja tilraunakvöldið sem haldið hefur verið í Molanum en þau hafa notið miklilla vinsælda hingað til. Tónlistafólk, uppistandarar, dansarar og myndlistamenn munu stíga á svið og sýna áhorfendum brot af fjölbreyttum verkum í vinnslu. Húsið opnar kl 20:30 þar sem […]

Sundballetthópurinn Eilífðin

Sundballetthópurinn Eilífðin stendur fyrir sundballetttíma í Kópavogslaug á Sundlauganótt Mynsturæfingar, samhæfing, klisjur, hlátur, frábær tónlist og gleði. Við lærum þvottavélina, lærum krókódílatæknina, síldartorfuna og sitthvað fleira. Tíminn er opinn öllum og ekki þarf að skrá sig sérstaklega, en þátttakendur þurfa að vera fullsyndir og ná til botns til að taka þátt. Sundballetthópurinn Eilífðin skaffar sundhettur […]

Leiðsögn um safngeymslu á Safnanótt

Cecilie Cedet Gaiehede, verkefnastjóri safneignar Gerðarsafns býður upp á leiðsögn um varðveislurými; rými sem er að öllu jöfnu hulið hinum almenna safngesti. Safneign Gerðarsafns telur um 4.250 verk. Uppistaðan er um 1.400 verk eftir Gerði Helgadóttur, um 300 verk eftir hjónin Barböru og Magnús Á. Árnason og 1.640 verk eftir Valgerði Briem, aðallega teikningar. Önnur […]

Stjörnumerkjaperl og barmmerkjasmiðja

Hvaða stjörnumerki ertu? Hrútur, vatnsberi, fiskur eða naut? Komum saman og perlum okkar eigið stjörnumerki eða búum til okkar eigið stjörnumerkjabarmmerki á Safnanótt.

Kvöldstund með Friðgeiri og Braga Páli

Friðgeir Einarsson og Bragi Páll Sigurðsson sendu fyrir síðustu jól frá sér skáldsögurnar Serótónínendurupptökuhemla og Kjöt sem báðar hafa báðar hlotið fyrirtaks viðtökur. Greina má sameiginlega þræði í þessum skáldsögum; rithöfundinum Eiríkur Örn Norðdahl fundust líkindin svo sláandi að líklega leyndist að baki skáldsögunum einn og sami maðurinn! Hér hittast þeir félagar og bera saman […]