Foreldramorgunn

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Boðið verður upp á stutta sýningarleiðsögn kl. 11 fyrir þau sem vilja en annars er opið hús á milli 10 og 12.Tilvalið […]
Vortónar

Ásta Dóra Finnsdóttir flytur spennandi efnisskrá fyrir píanó
Hér á ég heima

Hér á ég heima er myndbandsinnsetning eftir Yuliönu Palacios þar sem kafað er í það hvernig við festum rætur og búum okkur heimili í nýju umhverfi. Listakonan dregur upp innilega og hjartnæma mynd af ferðalagi innflytjandans; viðleitninni til að aðlagast og finnast hún eiga heima í framandi landi. Verkið er óður til innflytjenda á Íslandi […]
Sumarlestrargleði

Upphaf sumarlestrar á Bókasafni Kópavogs 2024! Sumarlesturinn hefst á Sumarlestrargleði á aðalsafni þriðjudaginn 21. maí kl. 17:00. Eygló Jónsdóttir rithöfundur mun lesa úr bókum sínum, en hún er meðal annars, höfundur bókanna Sóley og töfrasverðið og Sóley í undurheimum sem komu út í Ljósaseríunni. Þá verður hægt að skoða nýju barnadeildina og nýju náttúrufræðisýninguna sem […]
Oprowadzanie w języku polskim | Leiðsögn á pólsku

W towarzystwie zawsze lepiej! Oprowadzanie po wystawie w języku polskim. Serdecznie zapraszamy na oprowadzanie w języku polskim po wystawach Hjartadrottning autorstwa Sóley Ragnarsdóttir oraz Tölur, staðir autorstwa Þóra Vigfússona.Wydarzenie będzie miało miejsce z okazji Międzynarodowego Dnia Muzeów, 18. maja o godzinie 13.00.Po wystawie oprowadzi osoba artystyczna i kuratorska Joanna Pawłowska. Wystawa Hjartadrottning odkrywa przed publicznością […]
Together | Palestínsk útsaumssmiðja

Í tilefni af íslenska safnadeginum, 18. maí, býður Gerðarsafn upp á listsmiðju þar sem þátttakendur kynnast palestínsku útsaumshefðinni tatreez. Leiðbeinandi er Oroob AbuShawareb. Nánar: Palestínska útsaumshefðin tatreez er lifandi og frjó handverkshefð sem byggir á aldagömlum grunni og hefur verið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningaraf heimsins frá 2021. Hefðin einkennist af fjölbreyttum og litríkum […]
Kórónusmiðja

Komum saman og búum til litskrúðugar ævintýrakórónur, litlar og stórar, skrýtnar og skemmtilegar, í tilefni af opnun nýrrar barnadeildar bókasafns Kópavogs.
Stuðtónar með Lúðrasveit verkalýðsins

Lúðrasveit verkalýðsins flytur fjöruga hátíðartóna í tilefni af opnun nýrrar barnadeildar og nýrrar grunnsýningar Náttúrufræðistofu Kópavogsbæjar. Sveitin byrjar að þeyta lúðra laust fyrir klukkan 12:45 á útisvæði menningarhúsanna.
Verum memmm

Börn og fjölskyldur geta sameinast í skapandi smíðavinnu við menningarhúsin á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Þar verður líka hægt að ganga á stultum, leika sér í kúlubrautum og með trékubba, blása risastórar sápukúlur og margt margt fleira. Smiðjurnar standa yfir frá 13 – 16 og fara fram í tilefni af opnun nýrrar og endurbættrar barnadeildar bókasafnsins og […]
Söguhetjurnar

Sögurnar lifna við í nýrri barnadeild bókasafnsins.
Opnunarhátíð í miðstöð menningar og vísinda

Blásið verður til glæsilegrar hátíðar í nýrri miðstöð menningar og vísinda, laugardaginn 11. maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Ný vegleg grunnsýning Náttúrufræðistofa Kópavogs, Brot úr ævi Jarðar, verður opnuð og ný og endurbætt barnadeild Bókasafns Kópavogs lítur dagsins ljós. Hátíðin hefst laust fyrir klukkan 13 með lúðraþyt og sveiflu og hátíðarávarpi Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra en dagskráin […]
Fjölskyldutónleikar með Dúó Stemmu

Dúó Stemma, skipað Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara, býður börnum og fjölskyldum þeirra á yndislega sumartónleika í Salnum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Dúó Stemma hefur leikið saman í tæp tuttugu ár og spilað fyrir fjölmörg börn á Íslandi og erlendis. Dúó Stemma hlaut viðurkenninguna Vorvindar frá IBBY samtökunum […]