Plánetusmiðja | Fjölskyldustundir á laugardögum
Agata og Styrmir bjóða þér á listasmiðju þar sem við búum til reikistjörnur og önnur himintungl. Til að fá innblástur skulum við fyrst skoða okkar eigið sólkerfi og síðan líta út fyrir það – til fjarreikistjarna, tungla annarra reikistjarna, stjarna í öðrum vetrarbrautum og svarthola. Agata og Styrmir eru listamenn og kennarar í listum. Þau vinna með málverk, skúlptúr og gjörningalist. Þau bjuggu til líkan af sólkerfinu í nýuppgerðri Náttúrufræðistofu.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru notalegar samverustundir í menningarhúsunum í Kópavogi. Frítt inn og öll velkomin.
Styrmir and Agata invite you for an art workshop where we construct planets and other celestial objects. For inspiration let’s look at our own Solar System first, and then let’s look beyond at exoplanets, moons of other planets, stars in other galaxies and black holes. Agata and Styrmir are artists and teachers of art. They work with painting, sculpture and performance art. They constructed a scale model of the Solar System in the newly rennovated Náttúrufræðistofa.













