Vissir þú að Youtube er forritað í Python?
Python er forritunartungumál sem hentar einstaklega vel fyrir byrjendur í forritun. Það er fjölbreytt, læsilegt og einfalt. Það er mikið notað í vefforritun, gagnasöfnum, gervigreind og af vísindamönnum.
Á námskeiðinu læra nemendur undirstöðuatriði forritunar með Python. Farið verður yfir grunnskipanir og grunnhugtök Python kóða. Nemendur vinna stutt verkefni sem einblína á ákveðna þætti Python forritunartungumálsins.
Smiðjan er fyrir 11-14 ára og er 3 klst. Þátttaka er ókeypis. Tölvur verða í boði á staðnum.
Skráning fer fram á kristin.maria.kristinsdottir@kopavogur.is. Takmörkuð pláss í boði. Athugið að staðfestingarpóstur þarf að berast til þess að skráning sé tryggð.
Skema í Háskólanum í Reykjavík er brautryðjandi í forritunarkennslu fyrir börn á Íslandi. Undirstöðuatriði kennslunnar eru jákvæðni, myndræn framsetning og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að auðvelda börnum að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar. Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi.













