31.mar 10:00

Síðasti sýningardagur Ó, hve hljótt

Gerðarsafn

Verið velkomin

Síðasti sýningardagur Ó, hve hljótt verður á sunnudaginn 31. mars. Sýningin Ó, hve hljótt samanstendur af völdum kvikmyndum, hljóð- og vídeóverkum eftir bæði íslenska og alþjóðlega samtímalistamenn. Þó að verkin kunni að vera af ólíkum toga, í stíl eða efnistökum, eiga þau það sammerkt að bera með sér yfirvegaða kyrrð og djúpstæða friðsæld, líkt og sýningartitillinn gefur til kynna.
Leiðarljós sýningarinnar er að veita innsýn í samruna tónlistar og kvikmynda í listsköpun samtímans. Hvort sem unnið er með tónlist, söng, upplestur eða hljóð, felur hljómur verkanna í sér leik að tungumáli, tali og hlustun. Listamennirnir skapa hljóðinnsetningar sem eru settar upp sem rými upplifunar, tónlist eins og við sjáum hana, hvort sem um er að ræða óm frá lagi, skerandi hávaða eða tónlist. Önnur verk byggja á handriti að óhlutbundinni hljóðmynd.
Verk listamannanna Doug Aitken, Charles de Meaux, Dominique Gonzalez-Foerster, Pierre Huyghe, Ange Leccia, Romain Kronenberg, Jean-Luc Vilmouth og Lornu Simpson, úr safneign CNAP – miðstöðvar myndlistar í Frakklandi, bera vitni um auðgi og margbreytileika franskrar kvikmyndasköpunar. Þau kallast á við verk eftir þrjá af fremstu vídeólistamönnum Íslands, þau Steinu, Doddu Maggý og Sigurð Guðjónsson.
Sýningarstjórn: Pascale Cassagnau, CNAP & Gústav Geir Bollason, Verksmiðjan á Hjalteyri. Með stuðningi  Berg Contemporary, Reykjavík.

Mynd: 
Jean-Luc Vilmouth
Hádegishlé / Lunchtime
2014, CNAP (Centre national des arts plastiques)

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

04
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
júl
Gerðarsafn
07
júl
Bókasafn Kópavogs
08
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
10
júl
Salurinn
11
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
júl
Menning í Kópavogi

Sjá meira

Gerðarsafn

05
júl
Gerðarsafn
23
júl
Gerðarsafn
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Gerðarsafn
20
ágú
02
nóv
Gerðarsafn
20
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira