09.júl 18:00 - 19:00

Sjarmör Collective | Þegar allt kemur til alls

Gerðarsafn

Þverfaglegur spuni í samtali við sýninguna Þegar allt kemur til alls

Fimmtudaginn 9. júlí kl. 18.00 mun fjöllistahópurinn Sjarmör Collective bjóða gestum Gerðarsafns að fylgjast með þverfaglegum spuna í samtali við sýninguna Þegar allt kemur til alls.
Sjarmör Collective samanstendur af Benjamín Gísla Einarssyni píanóleikara, Mörtu Hlín Þorsteinsdóttur dansara og Þorsteini Eyfjörð Þórarinssyni hljóðlistamanni. Þau vinna með sambandið milli hljóða, hreyfinga og rýmis og notast við spuna sem rannsóknarform á því hvernig þessir þættir koma saman.
Sjarmör kollektív er afsprengi Skapandi sumarstarfa í Kópavogi 2020. Meðlimir koma allir úr mismunandi áttum en í gegnum starfið fundu sameiginlegan vettvang fyrir skapandi tilraunir og pælingar.
Þegar allt kemur til alls er samsýning með verkum eftir tólf íslenska samtímalistamenn. Verkin hafa verið sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, húmor og leikgleði birtast í þeim. Sýningin er viðbragð við aðstæðum í samfélaginu þessa stundina, hugleiðing um það sem máli skiptir fyrir núið og innlegg í samtölin sem eiga sér stað þessa dagana um hvað drífur samfélagið áfram og hvað skiptir okkur máli.
Benjamín er píanóleikari með bakgrunn í bæði klassískri og djass tónlist. Hann stundar bachelornám við djassdeild NTNU háskólans í Þrándheimi.
Marta útskrifaðist með BA í dansi frá Institute of the Arts Barcelona á Spáni og leggur nú lokahönd á Mastersnám í London Contemporary Dance School sem danshöfundur.
Þorsteinn er íslenskur hljóðlistamaður búsettur í Reykjavik. Hann er með bachelor gráðu í myndlist frá LHÍ ásamt því að hafa lagt stund á elektróníska tónlistasköpun við Tónskólann í Kópavogi.
Fimmtudaginn 9. júlí er Sumarbræðingur í Kópavogi, en þá er Gerðarsafn ásamt veitingastaðnum Pure Deli opið til kl. 21.00.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
sep
07
sep
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

07
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Úkraínsk útsaumssmiðja

07
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Heilsum hausti

07
sep
Gerðarsafn
14:00

Listasmiðja með Helgu Páleyju

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

07
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
07
sep
Gerðarsafn
18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira