19.jún ~ 31.okt

Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli!

Gerðarsafn

19.06.2021 – 31.10.2021
SÝNINGARSKRÁ

Þessi sýning er heimur. Þessi sýning er hafið. Þar búa fiskar og rusl saman. Fyrir þessa sýningu hugsuðu börnin um hafið og uppáhaldspersónurnar sínar úr bókum norræna höfunda. Nú bjóða þau okkur á stað þar sem hægt er að láta sig dreyma um öðruvísi náttúru. Við ættum öll að taka boð þeirra alvarlega. Við erum beðin um að taka eftir, muna eftir sögunum sem við lesum en líka að halda áfram að teikna – eins og börnin gerður fyrir þessa sýningu – og segja sögur. „Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli!“ er fyrsta sýning Vatnsdropans, alþjóðlegs verkefnis þar sem verið er að skapa menningardagskrá með börnum og fyrir börn. Sýningarstjórar eru þrettán börn frá samstarfslöndunum Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Eistlandi. Börnin hafa valið verk frá samstarfssöfnunum sem tengjast fjórtánda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna, Lífi í vatni. Þau hafa bætt við sínum eigin teikningum og textum þar sem sögð er saga hafsins.
Í Vatnsdropanum er lögð áhersla á að skapa menningardagskrá með börnum fyrir börn. Vatnsdropinn er umfangsmesta menningarverkefni síðustu ára sem Kópavogsbær á frumkvæðið að og er unnin í samvinnu við H. C. Andersen safnið í Danmörku, Múmínsafnið í Finnlandi og Ilon´s Wonderland safnið í Eistlandi. Vatnsdropinn er þriggja ára alþjóðlegt verkefni þar sem fléttast saman myndlist, menningararfur, bókmenntir, náttúruvísindi, margmiðlun og menntunargildi.
Verkefnið er stutt af Erasmus+, Barnamenningarsjóði Íslands, Norræna menningarsjóðnum, Nordplus og lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Ungir sýningarstjórar:
Elsa Johanna Talvistu, Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Ines Väänänen, Kristine Hjarsbæk Sörensen, Lóa Arias, Maisa Kiviniity, Mathilde Aagaard Andersen, Minea Engmann, Moona Ojasoo, Olivia Rosenfeldt Lacy, Vigdís Una Tómasóttir, Íva Jovisic.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

24
apr
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

24
apr
Gerðarsafn
12:15

Sjálfsmyndir og minningar

24
apr
12
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

„Hún skín í hjörtum okkar“

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Dúfur og dirrindí | Sumarsmiðja

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

24
apr
Gerðarsafn
25
apr
Gerðarsafn
25
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn

Sjá meira