Skáld hversdagsins
-Ljóðaland á Bókasafni Kópavogs.
Eva María Jónsdóttir og Pétur Blöndal úr Ljóðalandi ræða við upptekið fólk sem fæst við skáldskap í hjáverkum, Einar Thoroddsen lækni, Kjartan Þorbjörnsson (Golla) ljósmyndara, og Ragnheiði Gröndal söngkonu.
Viðburðurinn er hluti af Dögum ljóðsins í Kópavogi. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.










